Laugardagur 14. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Sonur Hjalta í lífshættu eftir fangavist: „Hringt í mig og mér sagt að sonur minn væri á gjörgæslu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjalti Úrsus talar við Hildi Maríu Sævarsdóttur um mál sonar síns, Árna Gils Hjaltasonar, sem sat saklaus í fangelsi á sínum tíma í 277 daga, en hann hafði verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps árið 2017. Landsréttur sýknaði svo Árni Gils í fyrra.

Árni Gils lést daginn eftir að viðtalið var tekið. Hér fyrir neðan er brot úr viðtalinu.

 

Árni losnaði úr fangelsinu og segir Hjalti Úrsus að hann hafi verið alltaf svo skrýtinn eftir það. „Ég hélt þetta væri andlegt. Hann losnaði í desember og í mars/apríl fór ég með hann upp á geðdeild Landspítalans. Þá hringdi geðlæknir í mig sem sagðist hafa mælt súrefnisupptökuna í Árna og að það væri eitthvað óeðlilegt í honum eftir fangelsisvistina. Þetta var á laugardegi, en ég fór með hann á föstudegi. Á sunnudeginum var hringt í mig og mér sagt að sonur minn væri kominn á gjörgæsludeild og að ekki væri vitað hvort hann myndi lifa af. Það var búið að tengja í hann alla hugsanlega víra; nýrnavél og öndunarvél og búið að setja gat í barkann á honum.“ Hjalti Úrsus segir að það hafi tekið sjö mánuði fyrir son hans að komast á fætur aftur og að Árni hefði verið í 21 dag á gjörgæsludeild.

Hjalti Úrsus er spurður hver sé staðan á Árna.

„Hún er bara mjög góð. Hann er að fara í bílprófið núna og við erum að kanna hvort hann geti farið í létta vinnu. Og hann er kominn með eigin íbúð og þetta er allt á réttri leið. Hann er búinn að vera á Reykjalundi í endurhæfingu, þannig að þetta er allt á réttri leið finnst manni.“

Eigum við ekki að segja að það sé bjart fram undan?

- Auglýsing -

Fær Árni sálfræðiþjónustu?

„Hann mun örugglega þurfa hana. Meðan á þessu öllu stóð var hann meira og minna inni á geðdeild Landspítalans. Þau unnu kraftaverk. Hann var stundum í mjög langan tíma þar. Þau sáu hve veikur hann var. En núna, sérstaklega eftir sýknudóminn, er engin innlögn. Eigum við ekki að segja að það sé bjart fram undan?“

Árni Gils Hjaltason lést tveimur dögum eftir að viðtalið var tekið.

- Auglýsing -

Minning hans lifir.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -