Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Steingrímur snýr aftur: „Er þetta eitthvert grín?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður VG og þingmaður um áratugaskeið, mun leiða stýrihóp ríkisstjórnarinnar sem á að taka örorkulífeyriskerfið í gegn. Steingrímur sat á þingi frá árinu 1983 þar til í fyrra. Með honum í þessum stýrihópi verða svo Henný Hinz, aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, Óli Björn Kárason, Sjálfstæðismaður og Eygló Harðardóttir, Framsóknarkona.

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins en þar segir að hópurinn eigi að vinna að „undirbúningi, útfærslum og innleiðingu breytinga á greiðslu- og þjónustukerfi almannatrygginga fyrir einstaklinga með mismikla starfsgetu eða heilsubrest sem hefur áhrif á starfsgetu viðkomandi með áherslu á starfsendurhæfingu og aukna möguleika til þátttöku á vinnumarkaði“

Óhætt er að segja að ekki séu allir parsáttir með skipun Steingríms. Fleiri en einn er ekki viss um hvort þetta sé grín eða alvara. Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður er þar á  meðal.

„Skemmtilegt hvað ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er orðin gefin fyrir grín og glens nú á seinna kjörtímabilinu. Nú er búið að senda út grín-fréttatilkynningu um að Steingrímur J. og Óli Björn Kárason eigi að leiða endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu. Skemmtilegt grín, ha, finnst ykkur ekki? — Eða … er þetta ekki örugglega grín?,“ spyr hann á Facebook.

Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, spyr sömu spurningu. „Er þetta eitthvert grín ? Það er ekki eins og þessi einstaklingur hafi ekki haft þúsundföld tækifæri og völd til að leðrétta svívirðilega meðferð stjórnvalda á öryrkjum og framfærslu þeirra. Mér er óglatt svo ekki sė meira sagt,“ skrifar Inga.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -