Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Steinunn heldur útgáfuhóf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á fimmtudag verður Hjartastaður, skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur endurútgefin. Af því tilefni verður haldið útgáfuhóf í Bókakaffi á Selfossi klukkan 19.30 sama dag.

Hjartastaður er ein þekktasta skáldsaga Steinunnar og hefur verið ófáanleg lengi. Guðni Elísson ritar eftirmála. Steinunn hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1995 fyrir bókina og jafnframt var bókin tilnefnd til Evrópsku Aristeion Bókmenntaverðlaunanna og til Bókmentaverðlauna Norðurlandaráðs.

Fyrir utan Íslensku Bókmenntaverðlaunum hefur Steinunn hlotið Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar, Bóksalaverðlaunin og Fjöruverðlaunin.

Steinunn mun lesa upp úr bókinni í bókinni, auk þess mun Harpa Rún kynna hana og Kristján B. Jónasson, bókaútgefandi, flytja erindi um bókina.

Bókakaffi er á Austurvegi 22, Selfossi.

Bókin Hjartastaður

Hjartastaður er mögnuð ferðasaga þar sem leiðin liggur jafnt um stórbrotna náttúru við þjóðveginn og hrjóstrugt landslag hugans.

- Auglýsing -

Harpa Eir flýr úr borginni til að bjarga dóttur sinni úr hæpnum félagsskap. Með mæðgunum í för er vinkona Hörpu sem ekur bílnum og stefnan er sett á ættaróðalið fyrir austan. En ferðin snýst brátt upp í fleira en að bjarga barninu, því óafvitandi er Harpa Eir á leið til fundar við sannleikann um sjálfa sig. Bókin er nú endurútgefin við þær sérstöku aðstæður, að Íslendingar hafa í bili endurheimt landið sitt úr „greipum“ erlendra ferðamanna. En bókin kom út fáeinum árum áður en ferðamannabylgjan reið yfir, og eru vega- og náttúrulýsingar í samræmi við friðsældina sem var glötuð og ríkir nú aftur.

Steinunn hóf feril sinn sem ljóðskáld, en einnig hefur hún sent frá sér tólf skáldsögur. Hin fyrsta var Tímaþjófurinn, sem er ein umræddasta skáldsaga síðari áratuga á Íslandi. Bókin naut einnig hylli fyrir utan landsteinana, í Frakklandi sérstaklega, þar sem hún var kvikmynduð með þarlendum stjörnum. Meðal annarra skáldsagna Steinunnar má nefna Sólskinshest, Ástina fiskanna, Jöklaleikhúsið, Jójó, og Gæðakonur. Skáldsögur Steinunnar hafa um langt árabil komið út í þýðingum í helstu Evrópulöndum og verið vel tekið. Meðal ljóðabóka Steinunnar eru Verksummerki, Hugástir og Að ljóði munt þú verða. Á síðasta ári kom út ljóðabókin Dimmumót, ástar- og sorgaróður um hverfandi Vatnajökul. Hún var tilnefnd til Íslensku Bókmenntaverðlaunanna. Steinunn hefur einnig sent frá sér smásagnasöfn, barnabók og leikverk. Meðal þeirra er sjónvarpsmyndin Líkamlegt samband í norðurbænum. Tvær af bókum Steinunnar eru sannsögur, um Vigdísi Finnbogadóttur, meðan hún gegndi embætti forseta Íslands, og bókin um Heiðu sauðfjárbónda á Ljótarstöðum sem kom út árið 2016. Bók Steinunnar um Vigdísi Finnbogadóttur, Ein á forsetavakt, skrifuð meðan hún var í embætti, var endurútgefin í apríl síðastliðnum í tilefni af nítíu ára afmæli Vigdísar. Auk þess að vera rithöfundur gegndi Steinunn starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist við Háskóla Íslands síðastliðið haust. Þar vann hún með meistaranemum að ljóðagerð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -