2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Þórunn segir marga vilja fá inneignarnótu í stað endurgreiðslu

Vel á annað þúsund ferðalanga kemst hvorki lönd né strönd í sumarfríinu vegna pakkaferða sem ekki fást endurgreiddar. Á sama tíma og fólk er hvatt til að ferðast innanlands er sparifé fjölmargra fjölskyldna bundið hjá ferðaskrifstofum í formi inneignar.

Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands [Úrval-Útsýn], segir að ferðaskrifstofan muni endurgreiða þeim sem það kjósa. Margir hafi hins vegar viljað fá inneignarnótu í stað endurgreiðslu eða kosið að ferðast síðar.

„Við vorum í raun alveg stopp því við greiðum fyrir okkar þjónustu fyrirfram þannig að við vorum ekki búin að fá endurgreitt frá flugfélögum eða hótelbirgjum. En nú erum við hægt og rólega að fá endurgreitt þannig að við erum að byrja að endurgreiða viðskiptavinum,“ segir Þórunn og minnist jafnframt á að meirihluti viðskiptavina hafi sýnt einstaka þolinmæði í ljósi aðstæðna og séu þau þakklát fyrir það.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

AUGLÝSING


Umsjón / Malín Brand

Ertu með ábendingu? Sendu á [email protected]

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum