Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Þrír látnir og tveir á gjörgæslu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrír létust í eldsvoða sem kom upp í húsnu á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs síðdegis í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Tveir eru á gjörgæsludeild en einn af þeim sem var fluttur á Landspítalann hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsinu.

Tveir voru handteknir á vettvangi fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu, en síðan sleppt eftir skýrslutökur,  og einn er í haldi hennar í þágu rannsóknarinnar, en kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur enn fremur verið kölluð til vegna málsins.

Rannsókn lögreglu á brunavettvangi hófst formlega eftir að slökkviliðið hafði lokið þar störfum um hálffjögurleytið í nótt.

Ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum sem er í haldi lögreglu mun liggja fyrir síðar í dag.

Mikinn reyk lagði frá húsinu. Mynd / Guðný Hrönn

Tilkynning um eldinn barst kl. 15.15 og hélt fjölmennt lið viðbragðsaðila þegar á staðinn, en aðstæður á vettvangi voru mjög erfiðar. Slökkvistarfið tók töluverðan tíma, en mikinn reyk lagði frá húsinu og voru íbúar í nágrenninu beðnir um að loka hjá sér gluggum.

- Auglýsing -

Sjá einnig: 73 einstaklingar með skráð lögheimili í húsinu

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -