Mánudagur 4. desember, 2023
3.1 C
Reykjavik

Þrír miðaldra karlar leita svara við lífsins leyndardómum – Swing, karlmennska og þriðja vaktin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nýjasta þætti Alkastsins settust þeir Arnór Jónsson og Gunnar Wiium niður með Davíð Karl Wiium. Davíð er aðdáendum Þvottahússins kunnugur sem meðstjórnandi þeirra rúmlega hundrað þátta sem hlaðvarpið Þvottahúsið gaf út á tveggja ára tímabili. Davíð er sannur þúsundþjalasmiður, með eindæmum atorkusamur enda með marga bolta á lofti.

Þátturinn er ekki beint viðtalsþáttur heldur meira spjall þriggja miðaldra manna sem allir eiga það sameiginlegt að sinna skyldum sem feður og eiginmenn í hröðu samfélagi en virðast eiga það sameiginlegt að vera þrátt fyrir aldurinn á margan hátt ennþá bara litlir strákar að velta steinum í leit að svörum. Hér fyrir neðan verður stiklað á stóru um umræðuefni viðtalsins.

Í byrjun viðtals fóru strákarnir yfir gagnsemi kannabínóða og nefndu í því samhengi þessa helstu eins og CBD, THC, CBG og CBN. Útskýrði Gunnar ECS kerfið sem kallast á ensku Endocannabinoid System, skammstafast sem ECS. Á íslensku myndi það þýðast sem Endokannabínóðakerfið og því skammstafast sem EKK. Kerfið sem um ræðir er flókið merkjakerfi frá frumunum sem samanstendur af endókannabínóðum, ensímum og kannabínóða-móttökum, sem hafa stjórn á ýmissi starfsemi í mannslíkamanum. Ber að nefna í þessu samhengi hjálp við svefn, lund, matarlyst og meltingu, minni, bólgumyndun, húðvandamál, endurheimt og frjósemi. Þessar flóknu tengingar finnast í heilanum, vefjum og kirtlum og í öllum aðal líffærum okkar.

Kerfið var uppgötvað af tékkneskum vísindamanni árið 1992 í Ísrael og við þessa uppgötvun komust vísindamenn að því að líkaminn framleiðir sína eigin kannabínóða í margvíslegum tilgangi sem kerfið, ECS er hannað til að taka á móti.

Gunnar talaði um hvernig kannabínóðar og smáskömmtun á sveppum höfðu í raun breytt lífi hans til hins betra. Kannabínóðarnir vinna á bólgum í líkamanum og auka svefngæði á meðan sveppurinn víkkar hugan og gerir að hans sögn huginn víðan.

„Vesen og vandamál verða að spennandi verkefnum þar sem lausnin dúkkar ávallt upp,“ sagði Gunnar.

- Auglýsing -

Málefnin sem rædd voru í þættinum voru fjölbreytt. Swingmenningin var rædd fram og til baka og allir voru þeir sammála um að swingið gæti verið spennandi og með mikla möguleika.

Gunnar spurði Davíð út í það hvernig hann myndi skilgreina heilbrigða karlmennsku og ítrekaði nauðsyn þess á tímum þar sem orðið eitt og sér virðist fela í sér neikvæða orku. Allir voru þeir sammála um að karlmennskan geti í raun aldrei verið eitruð því sönn karlmennska er hrein, heiðarleg og full af samkennd. Hinsvegar þegar vísað er í ástand mannsins sem eitruð karlmennska vildi Gunnar meina að vissa missögn og rangtúlkun væri um að ræða og því hentugra orðaval væri þá frekar skortur af karlmennsku í stað eitraðar.

Þriðja vaktin var rædd í þaula og voru þeir sammála um að hún væri ekki við lýði heima hjá þeim enda allir þrír miklir atorkumenn og kampduglegir á flestum sviðum heimilis og fjölskyldulífsins. Gunnar vildi meina að orðagjálfrið sem oft á tíðum kæmi úr akademískri kynjafræði væri torskilið fyrir hinn hefðbundna karlmann og því skapaðist oft á tíðum mótþrói sem getur litið út fyrir að vera karlrembingur, en er í raun bara skilningsleysi sem stillir average joe upp, annaðhvort í vörn eða sókn.

- Auglýsing -

Gunnar og Davíð fóru yfir sögu Þvottahússins og mikilvægi þess að vera í góðum samskiptum við fjölmiðla ef óþekktir einstaklingar eins og þeir vildu koma hlaðvarpi sínu á framfæri. Gunnar tilkynnti nýjung sem snýr að tengslum við miðilinn DV sem bætist við Mannlíf sem hafa staðið á bak við Þvottahúsið og nú Alkastið síðan að Smartland kanselaði Þvottahúsinu af pólitískum ástæðum, að sögn þáttastjórnenda, sem lesa má í linknum hér fyrir neðan.

https://frettin.is/2022/01/04/vidtal-vid-gudrunu-bergmann-fjarlaegt-af-mbl-is-eftir-nokkrar-klukkustundir/

Í lok þáttarins barst talið að sviptingum vestanhafs í málum UFO eða UAP (Unidentified Aerial Phenomena). Sviptingarnar sem um ræðir hófust í lok júlí á þessu ári þegar vitnaleiðslur frammi fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings fóru fram. Þar komu fram þrír fyrrum háttsettir menn innan bandaríska hersins og svöruðu spurningum um fljúgandi furðuhluti sem þeir telja sig og halda fram að þeir hafa bæði séð og heyrt af. Vitnisburður þessara vitna staðfesta frásögn Bob Lazar sem þótti á sínum tíma stórmerkileg.

Robert Scott Lazar sem er einnig þekktur sem Bob Lazar, var að eigin sögn ráðinn sem vélaverkfræðingur á deild 4 á svæði 51 (e. area 51). Segist hann hafa starfað þar í um hálft ár við tilraunir og skoðanir á búnaði sem virtist vera aflgjafi flygilda sem hann vill meina að hafi náðst sem og fundist við fornleifauppgröft. Allt í allt segir að hann að á þessum tíma hafi geimförin verið níu samtals.

Hann kom fyrst fram í viðtali árið 1989 við rannsóknarfréttamanninn George Knapp undir dulnefninu Dennis og sagði hann ástæðuna vera að hann óttaðist um líf sitt sem og að tæknin sem hann vildi meina að knúði þessi farartæki væri að því er virtist hundrað prósent skilvirk hvað varðar orkulosun og notkun, því engin orka færi í að knýja þau áfram og mengun eða útblástur væri enginn. Því vlru að hans mati mikilvægt fyrir mannkynið í heild sinni að fá þessar upplýsingar fram í dagsljósið.

Bob vildi meina að ójarðneskt efni sem hann kallaði element 1.15 væri efnið sem gerði það að verkum að flygildin gætu ferðast eins og þau virtust gera. Sagði hann að þetta efni sem í dag er þekkt sem frumefnið Moscovium fæli í sér eiginleika sem brjóta í bága við allar þær hugmyndir um hvað nútíma vísindi telji að sé mögulegt. Hann segir að efnið sé skorið í ákveðið form skífa og sett saman eftir ákveðinni uppskrift og magnað upp í einskonar kastara í botni flygildanna, þannig sé hægt að mynda tómarúm í rými. Inn í þetta tómarúm fellur svo farið í þær áttir sem kösturunum er beint og hugtakið ferðalag eða „transport“ fellur nánast um sjálft sig því takmarkanir eins felast í kenningum Einstein um að engin eind geti ferðast hraðar en ljósið, gilda hreinlega ekki lengur.

Allt þetta og meira til í viðtalinu sem finna má á öllum helstu streymisveitum og í myndskeiðinu hér að neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -