• Orðrómur

Tökum á Systraböndum lokið

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Tökum á þáttaröðinni Systraböndum lauk um helgina. Þættirnir, sem eru framleiddir af Sagafilm, verða sýndir í Sjónvarpi Símans Premium á næsta ári.

Þættirnir eru skrifaðir af Björgu Magnúsdóttur, Jóhanni Ævari Grímssyni, Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur og Silju Hauksdóttur sem sá einnig um leikstjórn.

Meðal leikara í þáttaröðinni eru Ilmur Kristjánsdóttir, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir og Jónmundur Grétarsson.

„Þegar beinagrind unglingsstúlku finnst á Snæfellsnesi er fundurinn fljótlega tengdur við hvarf fimmtán ára gamallar stúlku árið 1995. Þegar farið er að grafa í málinu þurfa þrjár uppkomnar vinkonur að horfast í augu við drauga fortíðar,“ segir í tilkynningu um þættina. Þar segir einnig að tökur hafi gengið vel en þlr hófust í lok maí.

Þáttaröðin samanstendur af sex þáttum og verða sýndir í Sjónvarpi Símans og á Viaplay á næsta ári.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -