Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Tveir veiktust af Listera monocytogenes í janúar – Fannst í fimm sýnum Stjörnugríss

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í janúar veiktus tveir einstaklingar vegna Listera monocytogenes, sem nýverið fannst í skinkuáleggi frá Stjörnugrís.

Sjá einnig: Mast innkallar skinku: „Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn“

Á dögunum sagði Mannlíf frá því að Matvælastofnun afturkallaði, í samráði við Stjörnugrís, nokkrar tegundir af skinkuáleggi frá Stjörnugrís, eftir að sýkillinn Listeria monocytogenes  greindist í tveimur sýnum. Stuttu síðar greindist sýkillinn í þremur sýnum til viðbótar. Kemur þetta fram í skriflegu svari Matvælastofnunar til Mannlífs.

„Stjörnugrís hóf innköllun á skinkuáleggi 19. febrúar þar sem sýkillinn Listeria monocytogenes greindist í tveimur sýnum sem voru sett í rannsókn. Fáum dögum seinna greindist sýkillinn í þremur fleiri skinkuáleggs-sýnum og tók þá framleiðandi ákvörðun um að innkalla þær lotur og mun fleiri, einnig lotur þar sem ekki hafði fundist sýkill en sem voru framleiddar á svipuðum tíma. Matvælastofnun hefur fylgt innkölluninni eftir eins og vera ber.“

Mannlíf spurði út í útbreiðslu sýkilsins og hversu algengt það er að hann greinist í mönnum hér á landi en sýkillinn getur leitt til alvarlegra veikinda og jafnvel dauða. Mast svaraði því til að hann greinist annað slagið hér á landi en árið 2018 veiktust fjórir alvarlega af honum. Þá veiktust tveir vegna sýkilsins í janúar á þessu ári.

„Listería monocytogenes er mjög útbreidd í náttúrunni og getur fundist í ýmsum tegundum af matvælum eins og  til dæmis kjötáleggi. Sýkillinn drepst við suðu eða steikingu.  Matvælaframleiðendur eru með innra eftirlitskerfi sem á að hindra að hann berist í matvælin en engu að síður finnst hann stundum í matvælum.  Árið 2018 greindist hann þó nokkrum sinnum í matvælum tilbúnum til neyslu og það ár voru einnig 4 sjúklingar sem veiktust alvarlega vegna sýkilsins.  Síðan þá hefu sýkillinn greinst 1 – 2 á ári í matvælum tilbúnum til neyslu á Íslandi. Sýkillinn greinist annað slagið hjá fólki og þá helst einstaklingum með bælt ónæmiskerfi.  Í janúar tilkynnti landlæknir um tvo einstaklinga sem voru veikir vegna Listeria monocytogenes.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -