Miðvikudagur 27. september, 2023
8.1 C
Reykjavik

Vaktmaður Hvals stefndi mótmælendum í lífshættu 1987: „Það er haugalygi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hvalveiðimótmælin í skipunum Hval 8 og Hval 9 eru svo sannarlega ekki þau fyrstu.

Árið var 1987 og þrír ungir mótmælendur hlekkjuðu sig í einn sólarhring við skipið Hval 8. Þar voru á ferðinni Magnús Skarphéöinsson, Kjartan Guðnason og Ragnar Ómarsson.

„Þetta var gert til þess að koma í veg fyrir veiðar bátsins en til stóð að senda hann út þá um daginn. Það er ekki rétt sem forsvarsmenn Hvals hf. segja að ekki hafi staðið til að senda bátinn út því áhöfnin var mætt, spáin var góð og vél bátsins var ræst og prófuð. Síðan sögðu menn að báturinn ætti að fara út um kvöldið, síðan var því frestað til miðnættis, þá var sagt að fara ætti út með morgninum og svo framvegis. Ég er sannfærður um að báturinn átti að fara út á laugardaginn og að við höfum komið í veg fyrir það með þessum mótmælum,“ sagði Magnús í viðtali við DV árið 1987.

Þrímenningarnir sökuðu vaktmann Hvals að hafa stofnað Ragnari í lífshættu með því að skera á líflínu Ragnars.

„Það munaði ekki nema hársbreidd að stórslys yrði, hefði vaktmaðurinn skorið á líflínuna sekúndu fyrr hefði Ragnar hrapað 14 metra niður á þilfarið,“ sagði Magnús. Kristján Loftsson var vægast sagt ósáttur við þessi ummæli.

„Það er haugalygi. Þeir voru í tunnunni að koma upp fána og vaktmaðurinn skar hann frá og einnig bakpoka með vistum sem datt niður á dekkið. Þeir ljúga því að skorið hafi verið á einhverja líflínu og er það í samræmi við annað sem þessir menn segja. Maðurinn var ekki í neinni hættu,“ sagði Kristján.

- Auglýsing -

Kristján virðist ekki hafa mikið meiri þolinæli fyrir mótmælendum í dag en hann gerði fyrir áratugum síðan.

„Það er alltaf verið að mótmæla. Verið að hanga á girðingunni í Hvalfirði. Þetta er ekkert nýtt. Það eru bandarískir og breskir flækingar hér á ferðinni. Það er verið að hampa þessu fólki út í það það óendanlega,“ sagði Kristján við Vísi fyrr í dag og veltir fyrir sér hvort að öðruvísi væri tekið á þessu ef þetta væru Íslendingar að sýna borgaralega óhlýðni.

„Gildir það jafnt um erlenda þegna og Íslendinga?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -