Íslendingar og Pólverjar sýna samhug í söfnun fyrir unga drenginn og föður:„Öll hjálp er vel þegin“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -
Pólska samfélagið á Íslandi safnar nú fyrir Tomek Majewska og son hans, Mikolaj, sem er aðeins eins og hálfs árs að aldri. Í slysinu lést Kamila Majewska, eiginkona Tomek og móðir Mikolaj litla, en hún var á þrítugsaldri.
Hið hræðilega slys varð í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á laugardaginn. Fjölskyldan býr á Flateyri. Kamila lét lífið í slysinu og bæði drengurinn litli og faðir hans eru báðir þungt haldnir. „Ég grátbið ykkur um aðstoð. Kamila vinkona okkar dó í hræðilegu slysi á Íslandi. Ung, falleg og hæfileikarík kona. Sonur þeirra er í mjög slæmu ástandi og hann er aðeins eins og hálfs árs,“ segir Sandra Stephowska, vinkona fjölskyldunnar, sem stendur að stöfnuninni.
„Öll hjálp er vel þegin og fjölskyldan er þakklát öllum stuðningi sem fæst,“ segir Sandra í samtali við Mannlíf. Andvirði söfnunarinnar er hugsað til þess að styrkja nánustu fjölskylduna sem flýgur nú til íslands og flytja Kamilu til heimalandsins.
Nú þegar hefur rúm milljón safnast fyrir fjöskylduna og eru Íslendingar áberandi meðal þeirra sem lagt hafa til í söfnunina. Ef þú vilt hjálpa fjölskyldunni og leggja söfnuninni lið þá getur þú gert það hér.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -