Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Karlmenn geta líka fengið krabbamein tengd HPV-veirunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karlmenn geta, ekki síður en konur, fengið krabbamein sem tengjast HPV-veirunni. Ber þar að nefna krabbamein í endaþarmi, raddböndum og vélinda. Þessi krabbamein geta auðvitað komið fyrir hjá konum líka. Eins og er stendur ekki til að bólusetja drengi því þátttaka stúlkna í HPV bólusetningunni er það góð að hún mun nægja til þess að útrýma þeim veirum sem bólusett er fyrir svo lengi sem þátttakan breytist ekki, samkvæmt Ágústi Inga Ágústssyni, kvensjúkdómalækni og fyrrverandi yfirlækni og sviðsstjóra á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Þá geta konur látið bólusetja sig gegn veirunni á heilsugæslustöðvum. 

„Það eru ekki til nein vísindaleg rök sem sýna fram á að það gagnist konum að fá bólusetningu þegar þær hafa fengið HPV-smit,“ segir segir Ágúst Ingi. „Ég myndi aftur á móti hiklaust ráðleggja konum sem fara í skimun og fá út neikvætt HPV-svar að fá sér bólusetningu. Varðandi keiluskurð þá er nú farið að mæla með því að konur fái bólusetningu innan fimm til sjö daga frá keiluskurði og talið er að það geti verndað leghálsinn. Ef lengri tími er látinn líða er tækifærið farið og ekki hægt að ráðleggja bólusetningu.

Markmiðið með keiluskurðinum er að fjarlægja frumubreytingar sem eru til staðar. Konur sem hafa farið í keiluskurð eru svo í aukinni áhættu á að fá aftur frumubreytingar. Ég myndi því ekki geta sagt að keiluskurður minnki líkurnar á að kona fái aftur frumubreytingar en með því að fá bólusetningu strax í tengslum við keiluskurð er verið að minnka líkurnar á að það geti aftur myndast frumubreytingar.“

Til eru rúmlega 100 stofnar af HPV-veirunni sem getur smitast við kynlíf og er talið að um 80% fólks sem stundar kynlíf smitist af einhverjum þeirra. Tæplega 30 tegundir geta valdið frumubreytingum í kynfærum kvenna. Karlmenn geta einnig fengið krabbamein sem tengjast HPV og má þar nefna krabbamein í endaþarmi, raddböndum og vélinda. Konur geta líka fengið þau krabbamein. Þá geta einhverjir stofnar veirunnar valdið kynfæravörtum. Bóluefnið sem stúlkum er boðið upp á ver þær ekki gegn vörtunum en það bóluefni er dýrara en það sem þær fá. Ef konur hafa farið í keiluskurð vegna frumubreytinga sem ganga ekki til baka þá getur það aukið hættu á fyrirburafæðingum.

Þess má geta að stúlkur fá Cerverix-bóluefni sem ver þær ekki gegn kynfæravörtum. Gardasil-bóluefnið, sem er dýara, ver hins vegar bæði gegn hættulegustu tegundum veirunnar sem og kynfæravörtum.

Mannlíf hafði samband við Landlæknisembættið og sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, barnasmitsjúkdómalæknir á sóttvarnasviði eftirfarandi: 

- Auglýsing -

„Tilgangur bólusetningar við HPV hefur verið vörn gegn leghálskrabbameini, ekki vörtum. Vörnin gegn vörtum hefur því ekki verið reiknuð inn í fyrri útboðum sem kostur Gardasil umfram Cervarix. Ef upplýsingar um vörtur og byrði þeirra hér eða þátt HPV 6 og 8 í krabbameinum væru tiltækar væri ef til vill hægt að reikna ávinning af vörninni inn við næsta útboð sem verður sennilega á næsta ári.

Þegar síðasta útboð var gert var enn fjórgilt Gardasil sem var ef eitthvað örlítið síðri vörn gegn leghálskrabbameini en Cervarix þótt við hefðum alls ekki afþakkað það ef verðið hefði verið sambærilegt eða hagstæðara en Cervarix. Nú er komin ný útgáfa með breiðari virkni gegn leghálskrabbameini en upprunalega Gardasilið og virkara gegn ákveðnum týpum HPV en Cervarix, Gardasil 9. Gardasil 9 er um það bil tvöfalt dýrara en Cervarix samkvæmt lyfjaverðskrá er raunmunur enn meiri vegna samnings um Cervarix en það er þó ekki víst að svo yrði í næsta útboði.“

Meiri hætta á fyrirburafæðingum

- Auglýsing -

„Mér er ekki kunnugt um hvort það liggi fyrir rannsóknir sem skoða hvort það sé aukin áhætta á frumubreytingum við að smitast af fleiri en einni hááhættu-HPV samanborið við það að smitast af aðeins einni tegund. Almennt getur maður sagt að smitist kona af hááhættu HPV þá getur hún fengið frumubreytingar. Þá skiptir ekki máli hvort það sé sú sama eða önnur tegund. Ef hún losar sig við veiruna þá getur hún smitast aftur af þeirri sömu – og fengið frumubreytingar af því. Ef kona er ekki smituð af þeim tegundum sem bólusett er fyrir þá verndar bólusetningin gegn þeim en hún verndar ekki gegn öllum tegundum HPV. Það bóluefni sem ver gegn flestum HPV-tegundum er Gardasil 9 en það ver gegn sjö hááhættu HPV. Þessar sjö valda 90% allra leghálskrabbameina. Í viðbót eru svo um 10 tegundir sem ekki er bólusett fyrir en þær valda samanlagt aðeins um 10% leghálskrabbameina.“

Konur sem fara í keiluskurð eru í aukinni áhættu á fyrirburafæðingum. 

„Áhættan á fyrirburafæðingum er almennt lítil og hún helst áfram lág hjá konum eftir keiluskurð þó hún sé aukin miðað við heildarþýðið,“ segir Ágúst Ingi. „Það er ekki mælt með því að setja fyrirbyggjandi leghálssaum hjá öllum konum sem hafa farið í keiluskurð því þá þyrfti að meðhöndla tugi eða jafnvel hundruði kvenna með slíku inngripi til að hindra eina fyrirburafæðingu. Í staðinn er fylgst með leghálsinum og ef það sjást merki um að hann haldi ekki þá er brugðist við því.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -