Klausturshópur á ögrandi olíumálverki

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Listmálarinn Þrándur Þórarinsson hefur fengið góð viðbrögð við nokkuð ögrandi olíumálverki þar sem hann túlkar Klausturmálið.

Listmálarinn Þrándur Þórarinsson afhjúpaði í dag stórt málverk þar sem hann túlkar Klausturmálið svokallaða. Frá því á sunnudaginn seinasta hefur hann málað dag og nótt en verkið kláraði hann í nótt. „Ég hef lítið annað gert en að mála síðan ég byrjaði.“

Verkið sem um ræðir er 125 x 100 cm. á stærð. Það er málað í olíu.

Ég hef lítið annað gert en að mála síðan ég byrjaði.

Síðan hann afhjúpaði verkið fyrr í dag hefur hann fengið mikil viðbrögð, öll jákvæð. Spurður út í hvort hann hafi orðið var við að einhverjum þyki verkið of gróft segir hann: „nei, ég hef ekki orðið var við það.“ Þess má geta að verkið sýnir m.a. Sigmund Davíð beran að neðan, en á lim hans má sjá minni útgáfu af andliti hans.

„Það verður samt spennandi að sjá hvort Facebook taki þetta út. Það væri áhugavert að vera fluga á vegg á fundi Facebook,“ segir hann og hlær.

Spurður út í hvort verkið, sem er til sýnis í Gallery Port, sé til sölu segir hann: „Já, það er til sölu. Ég er reyndar ekki búinn að gera upp við mig hvað það á að kosta.“

Verkið sem um ræðir er 125 x 100 cm. á stærð. Það er mála í olíu.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

„Eins og ég sé að taka þessar tilfinningar og skilja þær eftir á rammanum“

„Þemað er þunglyndi, þetta eru frekar svört verk,“ segir myndlistarmaðurinn Kris Helga um verkin sem hán sýnir á sýningunni Hugarmyrkur sem opnar á laugardaginn...