Miðvikudagur 20. september, 2023
7.8 C
Reykjavik

Kona missti handlegg eftir hrottalega hákarlaárás

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fjarlægja þurfti handlegg af konu eftir að hún varð fyrir hákarlaárás á vinsælum orlofsstað í Egyptalandi í vikunni. Konan var bitin í vinstri handlegginn þar sem hún var á sundi í sjónum með vinkonu sinni og voru strandgestir fljótir að forða sér úr sjónum. Mikil mildi þykir að náðst hafi að bjarga konunni úr sjónum en var hún meðvitundarlaus þegar hún var flutt á sjúkrahús.

Ástand konunnar er sagt stöðugt eftir árásina en miðillinn Mirror fjallaði um málið. Ráðist var í tveggja klukkustunda leit að hákarlinum en ekki tókst að finna dýrið. Hákarl hafði sést á svipuðum slóðum í ágúst síðastliðnum en 23 ára gamall ferðamaður var bitinn til bana af hákarli á svæðinu í júní.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -