• Orðrómur

Konur óttast bóluefnið frá AstraZenica: „Er svo hrædd við þessa blóðtappahættu“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Ég var að fá boð í bólusetningu með AstraZenica en ég er fædd 1965. Ég þori ekki að þiggja þetta bóluefni þar sem mér finnst það ekki öruggt,“ segir Jóhanna á Facebook.

Lífleg umræða um kosti og galla bóluefnis frá AstraZenica hefur verið á Facebooksíðunni Góða systir í kjölfar fétta af hugsanlegum aukaverkunum í formi blóðtappamyndunar við töku efnisins. Ljóst er að sumar konur veigra sér við að vera bólusetta með AstraZenica og hóf Jóhanna umræðuna með eftirfarandi færslu:

„Ég hafði samband við heilsuveru og heilsugæsluna mína og viðbrögðin hjá báðum aðilum voru þannig að mér fannst talað til mín eins og ég væri óþekkur krakki og svarið var á þá leið að þá gæti ég bara beðið þar til í júlí en þá yrði kannski boðið upp á einhverja opna daga,“ skrifar hún.

- Auglýsing -

Hún biður þá sem eru ósammála að láta það vera að vera með einhver leiðindi þar sem þeirra skoðun breyti í sjálfu sér engu um það hvort henni finnist þetta bóluefni öruggt eða ekki.

Helga Dögg segir Jóhönnu að hún þurfi að gera það sem henni þyki best.

„En berðu endilega saman áhættuna af AZ við áhættuna af COVID og veltu fyrir þér hvort sé öruggara og hvort þér liður betur með, að biða í óvissu eða að fá bolusetningu strax. Ég myndi sjálf þiggja AZ án þess að hugsa mig 2x um. Ég treysti sérfræðingunum til að meta áhættuna“.

- Auglýsing -

Beta hafnaði aftur á móti bóluefninu sem hún segir engan geta neytt neinn til að þiggja: „Ég tók mína ákvörðun fyrir mig og engann annan. Í dag er ég fegin þar sem þetta bóluefni var ekki fyrir minn aldurshóp. Láttu engann segja þér fyrir eða hafa áhrif á þína skoðun.“

Ég er ekki að segja að ég vilji ekki bóluefni! Að sjálfsögðu vil ég það bara ekki þetta.

Björg er á báðum áttum: „Væri alveg til í að ljúka þessu bara af en svo er ég svo hrædd við þessa blóðtappahættu.“

Hildur segir best að beita skynseminni og þurfi hver að taka ákvörðun fyrir sig.

- Auglýsing -

„Ef þú ferð ekki þá ferð þú að sjálfsögðu sjálfkrafa aftast í röðina. Mjög skiljanlegt að hver og einn geti ekki valið sér bóluefni þegar það á eftir að bólusetja svona marga.“

Guð gætuð þið ímyndað ykkur kaosið sem yrði ef allir væru að skipta um bóluefni

Í netspjalli við þjónustumiðstöð Covid-19 fengust þau svör að ekki væri unnt að fara fram á ákveðna tegund bóluefnis en hún væri gefin upp þegar hver og einn væri kallaður inn.

Í tilkynningu sem birt var á vef Heilsugæslunnar í gær segir að þeir sem hafi fengið fyrr skammt af AstraZeneca í febrúar hafi fengið boð um að koma í bólusetning á morgun, fimmtudag, til að fá seinni skammtin. Ekki sé möguleiki að sleppa konum fæddum 1967 eða síðar.

Ennfremur segir: „Þessar konur geta valið hvort þær fá AstraZeneca fimmtudaginn 6. maí eða Pfizer þriðjudaginn 11. maí.
Þær þurfa ekki að láta vita hvort þær velja, heldur mæta á réttum degi miðað við hvort bóluefnið þær velja. Þær munu fá nýtt boð”.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -