Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Kristinn vildi kæra lögguna en fær það ekki: „Er Ísland bara að breytast í nasistaríki?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Ægisson Spence fullyrðir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki viljað taka við kæru frá honum og vísað honum af stöðinni þess í stað. Kristinn spyr sig hvort á Íslandi sé eintómir fasistar við völd sem kæfi alla mótspyrnu.

Frásögn Kristins má finna í færslu á Facebook. Hann vildi kæra lögregluna fyrir afglöp í starfi og ólögmæta handtöku en segir sér hafa verið vísar burt. Hann segir lögregluna jafnframt neita að afhenda sér handtökuskýrsluna sem hann telur sig eiga rétt á að fá.„Mætti niður á lögreglustöð til þess að kæra lögregluna en var vísað burt og var komið í veg fyrir það að ég gæti gert það, starfsmaðurinn í afgreiðslu hljóp bakvið og náði í aðra konu sem gaf mér ótrúlegustu sögu sem ég hef heyrt um afhverju ég ætti alls ekki að leggja fram kæru og sérstaklega ekki í Reykjavík heldur yrði ég sko að fara út á land til þess að gera það lengst uppi sveit og það myndi líklega engu skila heldur,“ segir Kristinn sem segir farar sínar ekki sléttar í samskiptum við lögregluna.

„Lögreglan er landsfræg á Íslandi fyrir að vera ill út í hælisleitendur og flóttamenn og hef ég séð það af fyrstu hendi.„

„Ég hef mætt ótrúlegu mótlæti hjá lögreglu við þetta mál enda stórt hneyksli hjá þeim að mínu mati en einnig hef ég tekið eftir að viðhorf í minn garð hefur verið mjög slæmt, maður spyr sig þegar að lögreglumenn bera merki “punisher” og hyllast hvíta hægri öfgahyggju og reyna að krútta upp rasisma með því að gera bara eitt stórt grín úr því að bera merki refsarans og hvítri öfgahyggju hvaða viðmót fær þá maður sem er múslimi frá lögreglu og hvort að það sé tenging þar á milli,“ segir Kristinn og bætir við:

„Lögreglan er landsfræg á Íslandi fyrir að vera ill út í hælisleitendur og flóttamenn og hef ég séð það af fyrstu hendi enda mikið umgengist fólk sem er hælisleitendur og flóttafólk og það er ekki vel komið fram við þá en hver man ekki tildæmis eftir “We are the police” gæjanum sem hló bara að múslimum og gerði gys að þeirra erfiðleikum, að mínu mati sýnir það bersýnilega hvernig viðmót lögreglu er gagnvart múslimum á Íslandi og svo auðvitað refsihugur lögreglu sem lögreglan sjálf á ekki að hafa vegna þess að lögreglan er ekki refsari lögvaldsins heldur til þess að vernda borgara.“

Í lok færslu sinnar spyr Kristinn hreinlega hvort Íslands sé ekki lengur lýðræðisríki. „Nú spyr maður sig er Ísland bara að breytast í nasistaríki þar sem að fólk getur bara einfaldlega ekki kært lögreglu vegna þess að málið væri mjög stór svartur blettur í lögreglu sögu Íslands svo í staðinn er skáldað upp hinar ýmsu lygasögur af góða fólkinu til þess að vernda sig og sína. Maður spyr sig bara, eru fasistar við völd sem kæfa alla mótspyrnu og mótbárur? Er Ísland ekki lýðræði lengur?,“ segir Kristinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -