Föstudagur 20. maí, 2022
8.8 C
Reykjavik

Kynlíf, dauði og áhugaverðar sögur

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Unnsteinn Jóhannsson, verslunarmaður fílar hlaðvörp og segist hlusta mikið á hlaðvörp frá Bandaríkjunum, allt frá ýmiss konar þáttum um raðmorðingja og aðra meinta glæpamenn, yfir í þætti sem opna fyrir honum nýjar víddir, sem snerta mannlegan fjölbreytileika heimsins.

„Ég byrjaði að hlusta á hlaðvörp þegar yndisleg vinkona mín, Valgerður Pálsdóttir, kenndi mér listina að hlusta á góð hlaðvörp. Eftir að hún var búin að benda mér á þau fyrstu var ekki aftur snúið og síðustu þrjú ár hef ég verið algjörlega háður því að hlusta á allskonar áhugaverða þætti,“ segir Unnsteinn og mælir sérstaklega með þremur eftirfarandi hlaðvörpum.

Death, sex and money

„Þetta er eitt af fyrstu hlaðvörpunum sem mér var bent á að hlusta á, en eins og titilinn á því bendir til þá tekur Anna Sale frábær og áhugaverð viðtöl við fólk úr öllum áttum, bæði frægt fólk eins og Jane Fonda, Ellen Burstyn og Lena Waithe, en líka við allskonar fólk sem hefur áhugaverðar sögur að segja. Ég mæli með að byrja á byrjun og vinna sig að nýjustu þáttunum. Þessir þættir gefa fólki nýja sýn og hafa opnað fyrir mér augun í hinum ýmsu málefnum.“

Nancy

„Nancy er hinsegin hlaðvarp sem er stjórnað af Tobin Low og Kathy Tu. Þau láta engin málefni ósnert er varða hinseginleikanna og fjölbreytileikann. Oft eru viðfangsefnin erfið og geta snert hlustandann, en með jákvæðni og gleði ná þau góðu jafnvægi í þáttunum og í raun finnst mér ég hafa eignast nýja vini við að hlusta á þau, enda eru þau dugleg að deila sínum eigin persónulegu sögum með hlustendum.“

Rough translation

- Auglýsing -

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu hlaðvarpi sem er stjórnað af Gregory Warner en ég var fyrst að heyra af því fyrir nokkrum dögum. Þemað er að ferðast um heiminn og finna sögur sem eru áhugaverðar og geta jafnvel brúað bilið milli þess kunnuglega og óþekkta milli heimshorna. Þá er ég mjög spenntur fyrir þáttaröð tvö sem ber heitið The Rebels en í henni eru viðtöl við fólk sem syndir á móti straumnum og tekur málin í sínar eigin hendur. Fyrsti þátturinn kom út 17. apríl og bíð ég mjög spenntur eftir næsta þætti.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -