Föstudagur 13. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Kýrnar á Hvanneyrarbúinu skelltu sér út – „Þetta hefur verið heilmikið ævintýri hjá þeim“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Facebook-færsla sem Hvanneyrarbúið birtist í gær hefur vakið mikla lukku en í henni er sagt frá því að kýrnar á bænum náðu með einhverjum óskiljanlegum hætti að opna hurðina í fjósinu út og skelltu sér út í göngutúr.

Í færslunni segir að aðkoman að fjósinu hafi verið skondin þar sem augljóslega mátti sjá ummerki eftir ævintýri næturinnar.

„Við anddyrið voru mikil ummerki eftir umferð nautgripa en engir gripir sjáanlegir úti. Inni í fjósi var allt rólegt, kýrnar lágu ýmist á básum eða átu hey í mestu makindum. Allt eins og það á að vera fyrir utan eitt, hurðin þar sem kýrnar fara út um á sumrin var galopin og fennt hafði inn,“ segir í færslunni.

„Kýrnar fóru semsagt snemma út þetta árið. Þær höfðu með einhverjum ótrúlegum hætti náð að opna læsinguna á hurðinni og lyfta hurðinni upp og hlaupið síðan út í nóttina.“

Í færslunni segir að kýrnar hafi allar skilað sér inn aftur fyrir morguninn. „Veðrið hefur spilað þar stóran þátt en þegar leið á nóttina fór veður versnandi og kýrnar hafa sýnt einstaka skynsemi og drifið sig inn aftur í hlýjuna.“

Þess má geta að kýrnar á Hvanneyrarbúinu hafa svokallaða beiðslisgreina sem greina hreyfingu og bændur fá tilkynningu ef einhver er óvenju virk. „Þennan morguninn voru yfir 50 kýr með tilkynningu í tölvunni og á hreyfigrafinu mátti sjá að þær höfðu opnað út um miðnætti og verið úti fram til ca fimm eða sex um morguninn. Þetta hefur verið heilmikið ævintýri.“

- Auglýsing -

Færsluna má sjá í heild sinni hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -