Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Lektor segir stjórnvöld gleyma mikilvægu atriði og því stefnir í sumar í sóttkví

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jóhanna Jakobsdóttir, , lektor í líftölfræði og einn af höfundum spálíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins, segir á Twitter að það þurfi að hliðra áætlun stjórnvalda um minnst tvær vikur.

Ríkisstjórnin tilkynnti í gær áætlun um að öllum sóttvarna-takmörkunum innanlands yrði aflétt þegar stærsti hluti fullorðinna hefði verið varinn með að minnsta kosti fyrri skammti af bóluefni. Vonast er til þess að það náist 1. júní. Jóhanna segir hins vegar að það taki minnst tvær vikur að fá nokkra vörn og því megi ætla að slíkt náist í fyrsta lagi um miðjan júní.

Ljóst er að það munar um tvær vikur á hásumri. Jóhann segir: „Mikilvægt að hafa í huga sem virðist gleymast: – Það tekur 2+ vikur að fá vörn (að hluta) eftir einn skammt af bóluefni – Áætlun stjórnvalda þarf því að hliðra um a.m.k. 2 vikur (sjá næsta punkt),“ skrifar Jóhanna og heldur áfram.

„Það er verið að bólusetja í nokkurn veginn aldursröð. Það þýðir að þegar 65% bólusett með einum skammti verður ónæmi (að hluta) alls ekki jafndreift og hjarðónæmisþröskuldi í ekki náð.“

Hún segir svo að börn virðast gleymast hjá stjórnvöldum. Það má segja að það sé ekki í fyrsta skiptið á COVID-tímum.  „Ekkert er rætt eða tekið tillit til barna. Engar fréttir hafa komið um plön varðandi þeirra bólusetningu (þegar bólefni samþykkt) – Liklegt að Pfizer samþykkt f. 12-15 í sumar. – Eigum nóg af öðru til að geyma Pfizer fyrir þau,“ segir Jóhanna.

Að lokum bendir hún á að litakóðunarkerfið virki illa hér. „Litakóðunarkerfi ECDC er ekki gott. Hentar okkur ekki. Þeirra skilgreiningar á grænu leyfir fleiri smit en við ráðum við. Okkar nýja skilgreining á vínrauðu er of ströng (þyrfti að miða við lægra nýgengi og taka tillit til hlutfalls jákvæðra sýna).“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -