Laugardagur 27. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Lífshætta yfirvofandi á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi – Bjarni og Svandís sögð ábyrg

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Upp er komin mjög alvarleg staða á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna yfirvofandi undirmönnunar í sumar. Þetta ógnar öryggi sjúlkinga að óbreyttu.

Bergur Stefánsson, formaður Félags bráðalækna, segir að ástandið sem blasi við varðandi undirmönnun deildarinnar sé gríðarlega  alvarleg. Hann segir að ekki sé loku fyrir það skotið að upp muni koma ákaflega alvarlegar aðstæður, jafnvel dauðsföll vegna undirmönnunar í sumar.

Bergur Stefánsson

Þeir sem bera ábyrgð á þeirri alvarlegu stöðu sem nú blasir á bráðadeildinni eru stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra bera hér þyngstu ábyrgðina og almenningur spyr sig hvað þau séu að meina með því að stefna borgurunum í bráða hættu með því að sinna þessu ekki sem skildi.

Félag bráðalækna samþykkti á aðalfundi í gær að senda frá sér yfirlýsingu vegna ástandsins. Þar kemur meðal annars fram að það náist ekki skilgreind neyðarmönnun bráðalækna eins og gert er ráð fyrir í verkfalli, þar er miðað við sjö vaktalínur en í sumar séu einungis fimm vaktalínur og stundum færri. Krafist er úrbóta og allri ábyrgð á stöðu sem kann að koma upp vegna manneklu.

Yfirlýsingin í heild sinni

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -