• Orðrómur

Líkami Auðar í logum vegna eftirkasta Covid-19: „Ég vorkenni ekki íbúum sóttvarnarhótels“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Ég er hálfgerður fangi inni í mér suma daga. Ég get átt þannig daga að ég get ekki hreyft mig af verkjum, það er eins og það sé verið að kveikja í líkamanum á mér,“ segir Auður Tinna Hlynsdóttir um eftirköstin eftir Covid-19 smit.

Hún birtir harðorða færslu á Facebook þar sem hún gagnrýnir þá sem hafa kvartað undan vist í sóttvarnarhúsi:

„Kæri þú/þið, ég er með vangaveltur til umhugsunar.

- Auglýsing -

Hefur þú einhver tímann kynnt þér aðstæður í fangelsi? Útbúnað? Aðstæður? Tímalengd fangelsisvistar?

Heldur þú að fólk sem sefur úti á götu eða þarf að vera inni á öðrum sökum peningaskorts myndi láta sig hafa það að vera á þessu „skelfilega hóteli” í fimm nætur?

Hvernig heldur þú að öllum ömmunum og öfunum sem sitja við gluggann líði þegar það fær ekki að hitta fólkið sitt svo mánuðum skiptir? Heldur þú að það sé mögulega einmanalegt?

- Auglýsing -

Gerir þú þér grein fyrir þeim úrvals mannskap sem er að vinna þarna allan sólahringinn? Að vinna í burtu frá heimili sínu svo að ÞÉR líði sem allra besta á þessum fimm HEILU dögum sem þú þarft að vera þarna?

Hefur þú heyrt um að vera „fangi í eigin líkama”? Heyrt um fólk með vefjagikt? Fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma? Lamað fólk? Fólk í svartnættisþunglyndi? Auk annarra andlegra og líkamlegra kvilla sem við oftast sjáum ekki utan á fólki?“

Auður Tinna.

- Auglýsing -

Auður lýsir þeirri vanlíðan sem fylgir eftirköstum Covid.

„Þreytan lýsir sér eins og ég hafi tekið inn svefntöflur og svo er að reyna að halda sér vakandi yfir daginn. Ég mæli ekki með því!“  Auður segist þurfa að leggja sig eins og ungbarn á daginn eða reyna að ná að lágmarki tíu tíma svefn til að eiga góða daga. „Enda hef ég aldrei áður haft jafn mikinn skilning fyrir fólki með „ósýnileg“ veikindi, hvort sem það er vefjagigt eða eitthvað allt annað.

Því miður liggur mín samúð og samkennd ekki með þér/ykkur í þetta skipti.

Áfram Þórólfur, Víðir, heilbrigðisstarfsfólk, Rauði krossinn, Björgunarsveitirnar og allir hinir sem koma að því að standa saman í þessu COVID rugli! Þið standið ykkur vel!” skrifar Auður Tinna.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -