Laugardagur 14. september, 2024
9.5 C
Reykjavik

Líkamsárás og ofbeldi gegn lögreglu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í miðbænum rúmlega ellefu í gærkvöldi grunaðan um líkamsárás.  Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.  Áhöfn sjúkrabifreiðar taldi ekki ekki þurfa að flytja árásarþola á bráðadeild.  Báðir aðilar voru ölvaðir.

Kona í annarlegu ástandi  var handtekin í Kópavogi laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Konan er grunuð um ofbeldi gegn lögreglu og brot á vopnalögum.  Konan var vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Klukkan 18.30 var tilkynnt um að stolinni bifreið var ekiðfrá bensínstöð í Mosfellsbæ, þar sem ökumaðurinn hafði ekki greitt fyrir eldsneyti.  Um ítrekaðan þjófnað era ð ræða.  Bifreiðin var stöðvuð skömmu síðar og ökumaðurinn handtekinn. Hann er grunaður um nytjastuld bifreiðar, akstur sviptur ökuréttindum og þjófnað.  Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu og látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Ofangreint kemur fram í dagbók lögreglunnar eftir næturvaktina. Þar kemur einnig fram að fleiri aðilar fengu að gista fangageymslur vegna rannsóknar mála.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -