Líkamsárás við Elliðavatn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lögreglan fékk í gær laust fyrir hálfsex tilkynningu um líkamsárás í Heiðmörk við Elliðavatn.

Ungur maður sagði lögreglunni að menn hefðu flutt hann þangað þar sem hann var barinn með kylfu og úðavopn notað á hann.  Þá var hann látinn vaða út í vatnið og var orðinn kaldur þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang.  Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild til aðhlynningar.  Málið er í rannsókn.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira