Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

„Lúserar landsins“ reyna að stöðva samfarakennslu Sólborgar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Einhver segja útópía. Þetta er hins vegar 100% möguleg staða. Snýst bara um forgangsröðun fjármagns og að drulla þessu af stað. Getið þið plís verið fólkið sem tekur þetta risastóra skref til að vernda næstu kynslóðir?“ tísti Sólborg Guðbrandsdóttir tónlistarkona, fyrirlesari, baráttukona gegn kynferðislegu ofbeldi og stofnandi Instagram-síðunnar Fávitar fyrir fáeinum dögum en tíst Sólborgar rataði í fjölmiðla og vakti umdeilda athygli.

Tísti aðgerðarsinninn um nauðsyn þess að öll börn undir 16 ára aldri sem eru búsett á Íslandi fái markvissa kennslu um eðlileg samskipti, kynlíf, fjölbreytileika og hvernig börnum beri að virða eðlileg mörk í innbyrðis samskiptum. „Við myndum sjá tíðni ofbeldismála snarlækka, kynsjúkdómasmit minnka, ótímabærum þungunum fækka og BETRI LÍÐAN FÓLKS. Why wait?“ spyr hún.

Orð Sólborgar, sem leiðir starfshóp um eflingu kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum landsins vöktu hörð viðbrögð einhverra lesenda. Deildi hún athugasemdum á Twitter og uppskar lof í lófa fyrir vikið. „Jésús, allir lúserar landsins bara mættir að reyna að stöðva samfarakennslu Sólborgar,“ segir hún þannig nú og deilir eftirfarandi mynd á Twitter reikning sínum:

„Samfarakennsla Sólborgar er góður titill á barnabókina sem þú átt eftir að gefa út,“ svarar þannig Pétur B. Heimisson tístinu og Eva Björg tekur undir: „Keep up the good work Sólborg! Já, og langamma mín hét Sólborg og hún var líka kjarnakona.“

- Auglýsing -

Sólborg, sem mælt hefur hreystilega gegn kynferðislegu ofbeldi er augljóslega í baráttuhug, en hún hefur verið dugleg að tísta um mikilvægi aukins vægi kynfræðslu ungmenna. „Það er nefnilega eitt að eitthvað standi í námsskrám og annað að það sé raunverulega kennt. Eitt að vera fjármagnað og annað að því sé komið í verk,“ segir Sólborg jafnframt og gagnrýnir þar harðlega skort á aðgerðum. „Það er ekki nóg að þingmenn og ráðherrar hafi samþykkt tillögur ef ekkert er að raunverulega að gerast í málunum. Alla leið með þetta.“ Hvort Sólborg á þar við hugmyndina að útgáfu samfarabókar sem titill fréttar vísar til skal látið ósagt. Víst er þó að hljóti hugmyndin hljómgrunn útgefenda, er önnur bók unga aðgerðarsinnans, sem áður hefur gefið út fræðsluritið FÁVITAR, væntanleg á markað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -