Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Maður gekk berserksgang í Kópavogi – Gekk af vettvangi nefbrotinn og blóðugur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögregla hafði afskipti af manni við Smáratorg upp úr klukkan sjö í gærkvöldi. Maðurinn var grunaður um líkamsárás en auk þess hafði hann verið að áreita fólk í hverfinu. Fékk maðurinn gistingu í fangalefa en var hann í annarlegu ástandi. Síðar um kvöldið endurtók sagan sig en nú í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglu hafði borist tilkynning vegna mannsins, sem var í annarlegu ástandi, og hætti ekki að ónáða fólk. Gisti maðurinn á Hverfisgötunni.

Karlmaður datt af hjóli í Kópavogi í gær og slasaðist töluvert. Samkvæmt dagbók lögreglu var maðurinn blóðugur í andliti, með skrámur á höndum og skurð á enni. Líklegt þótti að hann hefði hlotið nefbrot við fallið. Maðurinn talaði ekki íslensku og var áfengislykt af honum. Sjúkrabíll mætti á vettvang en maðurinn vildi hvorki aðstoð frá lögreglu né sjúkraflutningamönnum og gekk burt af vettvangi. Þá stöðvaði lögregla nokkra ökumenn sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna. Kom í ljós að nokkrir þeirra höfðu ekið ítrekað undir áhrifum og án ökuréttinda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -