Miðvikudagur 18. september, 2024
11.1 C
Reykjavik

„Margir líkja mér við Frank Hvam“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, er mikill áhugamaður um kvikmyndir og sjónvarpsseríur. Valdimar skrifar reglulega gagnrýni á Facebook inn á Bíógagnrýni Valdimars.

 

Hér segir hann frá fjórum þáttaröðum sem tilvalið er að horfa á í hámi.

Klovn

„Það er einfaldlega ekki til neitt betra í sjónvarpi en þessir þættir. Betri en Friends og þættir sem þú getur horft á aftur og aftur og aftur. Segja frá samskiptum Franks og Caspers og ruglinu sem þeir lenda í. Það eru senur í þáttunum sem vitnað er í. Ég tengi líka sérstaklega við þessa þætti þar sem margir líkja mér við Frank Hvam, er einstaklega duglegur að koma mér í vandræðalegar aðstæður.“

Þættirnir Klovn fjalla um ævintýri Franks og Caspers.

Unbelievable

„Átakanlegir og erfiðir þættir. Segja sögu ungrar konu sem er nauðgað og fáir trúa henni. Það er ekki fyrr en tvær rannsóknarlögreglukonur, sem báðar eru að rannsaka nauðgunarmál, kynnast, sem hjólin fara að snúast. Virkilega vandaðir þættir sem áhorfandinn á erfitt með að hætta að horfa á fyrr en allt er búið.“

- Auglýsing -

The Boys

„Nýtt sjónarhorn á ofurhetjur. Svakaleg sería sem ég kláraði á tveimur kvöldum, gat ekki hætt. Þó að um sé að ræða ofurhetjur er sagan raunsæ. Þættir um góðar og spilltar ofurhetjur og andspyrnuhreyfingu sem ætlar sér að fletta ofan af slæmu ofurhetjunum. Þættirnir eru blóðugir og kómískir í senn. Get ekki beðið eftir seríu tvö.“

- Auglýsing -

Næturvaktin

„Þættir sem hægt er að horfa á oft og mörgum sinnum. Dásamlegir karakterar. Þekkja flestir þessa þætti en þeir eru tímalausir. Drepfyndnir, dramatískir en umfram allt skemmtilegir. Frábærlega skrifaðir og frasar í þeim sem munu lifa lengi með þjóðinni. Tvær aðrar seríur fylgdu svo í kjölfarið og að lokum bíómynd. Með því betra sem hefur verið gert í íslensku sjónvarpi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -