Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Meint fórnarlömb Dr. Skúla orðin 14 talsins – Málin rannsökuð sem manndráp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Meint fórnarlömb mistaka Dr. Skúla Tómasar Gunnlaugssonar eru nú orðin 14 talsins en þar af létust níu.

Vísir greindi frá því fyrir stundu að nú snúi rannsókn Lögreglunnar á Suðurnesjum á mistökum í starfi yfirlæknis við Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að andláti níu sjúklinga en ekki sex líkt og kom fram áður en Mannlíf fjallaði ítarlega um málið fyrir áramót. Andlát sjúklinga Dr. Skúla urðu á árunum 2018 til 2020 en mál fimm sjúklinga til viðbótar eru til rannsóknar en höfðu þeir verið settir á lífslokameðferð að ástæðulausu, áðu en þeir voru fluttir á hjúkrunarheimili og þannig meðferð hætt.

Sjá einnig: Lögreglan rannsakar sex andlát tengd Dr. Skúla – „Boltinn er núna hjá matsmönnunum“

Dr. Skúli óskaði eftir því að fá aðgang að öllum rannsóknargögnum málsins fyrir Landsrétti sem úrskurðaði nýlega að hann fengi aðgang að hluta þeirra gagna sem hann óskaði eftir.

Segir Lögreglan á Suðurnesjum að rannsókn á málum 8 sjúklinga af fjórtán séu á frumstigi en grunur leikur á að Dr. Skúli sé ábyrgur fyrir rangri greiningu og meðferð sömu sjúklinga. Hafi hann þar með gerst sekur um manndráp ásamt fleiri hegningar og sérrefsilagabrota.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -