Miðvikudagur 6. desember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Meirihlutinn vildi ekki sjá litasjónvarpið: „Ég er nú að vísu blindur og læt mér á sama standa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 1974 var litasjónvarpið mikið í deiglunni hér á landi en sitt sýndist hverjum um þá hugmynd að leyfa það hér á landi. Frægt er orðið að Framsóknarþingmaðurinn Páll Pétursson var á móti litasjónvarpinu. En hann var ekki einn um það á landinu.

Þann 26 ágúst árið 1974 birti Vísir niðurstöður úr skoðanakönnun sinni þar sem spurt var Teljið þér tímabœrt að setja upp litasjónvarp á Íslandi?

Niðurstöðurnar eru nokkuð óvæntar fyrir nútímamanninn en GP á Vísi sagði svo frá:

„Látum ekki Fœreyjar verða á undan!“

„Ég held að fólk hafi nóg með þessar átta þúsundir, sem það borgar fyrir svart-hvitt sjónvarp þótt ekki bætist hin ósköpin á,“ svaraði kona ein, spurningu Vísismanna um, hvort tímabært væri orðið að setja upp litsjónvarp. „Að vísu orðið timabært, en hins vegar svo dýrt, að þeim fjármunum væri betur varið til einhvers þarfara,“ sagði önnur kona. Þá sagði karl einn: „Það mætti nú reyna eitthvað fyrst að bæta þetta, sem við höfum, áður en ráðizt verður i litasjónvarp.“

Eins og meðfylgjandi tafla hér sýnir glögglega, þá svaraði áberandi meirihluti þeirra tvö hundruð og tuttugu manna og kvenna, sem blaðamenn Vísis hringdu í, spurningunni neitandi.

Þeir töldu það ekki tlmabært. Það varð annars bert af undirtektunum, að þorrinn lét þetta mál mjög til sin taka. Nánast allir höfðu á þvl ákveðna skoðun, og svöruðu ýmist játandi eða neitandi. Aðeins níu af hundraði voru óákveðnir. Og ekki aðeins það. Heldur færði einnig fólk ýmis rök fyrir því og þær ástæður helztar, sem það taldi mæla gegn því að ráðast í að setja upp litasjónvarp. Þar kenndi margra grasa að sjálfsögðu. Og ekki voru kannski öll nein beinlinis vegna þess, að svarafólkiöð teldi ekki orðið TÍMABÆRT að setja upp litasjónvarp. Það taldi kannski ekki tlmann núna heppilegan til þess, og það i flestum tilvikum af efnahagslegum ástæðum.

- Auglýsing -

— Nokkur dæmi:

„Vegna dýrtíðar er ég andvíg litasjónvarpi.“ — „Nei, þetta, gamla má nú eitthvað skána fyrst.“ — „Ég vil nú fyrst geta séð það tvílita almennilega,“ svaraöi maður einn á Flateyri.

„Það má nota peningana til skynsamlegri hluta. Tja, eins og t.d. til að koma útvarpi og „litlausa“ sjónvarpinu í almennilegt ástand.

- Auglýsing -

Það eru kolómögulegar útsendingar, sem ná til okkar hér í Borgarnesi,“ sagði einn sem sé í Borgarnesi.

Á Suðureyri sagði einn maður: „Þeir mega nú bæta fyrst útvarpsskilyrðin.“ — Og fleiri mundu eftir útvarpinu…. afsakið, hljóðvarpinu… þegar þetta bar á góma. Eða eins og einn sagði: „Fyrst má koma stereoútvarp.“ „Tímabært eða ekki tlmabært…. er það ekki fyrst og fremst kostnaðurinn, sem verður að hugsa um,“ sagði einhver. „Það væri svo sem nógu skemmtilegt, en er það ekki of dýrt,“ sagði einhver konan.

Þannig létu margir kostnaðinn sér vaxa í augum. Kostnað fyrir nokkuð, sem menn kölluðu „lúxus,“ „óþarfa“, o.s.frv. Svo komu hinar og þessar ástæður….:

„Nei, ekki eins og er. Helzt ættum við að gera þetta smátt og smátt.“ — Ég treysti mér ekki til að greiða hærra afnotagjald.“ — „Þegar það heyrist ekki einu sinni almennilega í útvarpinu hér fyrir norðan, þá sé ég ekki ástæðu til að hlaupa af stað með litsjónvarp. Að minnsta kosti ekki fyrr en tæknimennirnir okkar hafa sýnt sig ráða við það, sem einfaldara á að heita.“ — „Nei, nær væri heldur að sjá til þess að fá að hafa Kanasjónvarpið í friði. Það er þó okkur að kostnaðarlausu.“ — „Ég vildi frekar halda Kanasjónvarpinu og fresta litsjónvarpi.“

Einn vildi bíða og velja heppilegra augnablik: „Rétt að taka upp litasjónvarp, þegar þarf að endurnýja hvort eð er tækjakostinn.“ — annar var með svipað í huga: „Bíðum þar til sjónvarpið hefur starfað þann tima, sem búast má við að sjónvarpsnotendur þurfi að endurnýja tækin heima hjá sér.“

Þeir voru margir Framsóknarmennirnir árið 1974

Svo taka hinir sem töldu það fyllilega tlmabært að taka upp lita sjónvarp, eða eins og maðurinn sagði: og auk þess heldur, sem það var aldrei neitt vit í þvl að byrja með svart-hvítt. Það var aldrei neitt annað en óðagot stefnt til höfuðs Kanasjónvarpinu, sem ákveðnir aðilar töldu sig geta lokað, þegar Íslenzka rlkið hefði sjálft byrjaö einkarekstur á sjónvarpi.“

— „Litasjónvarp átti að koma strax. Það er svo dýrt að skipta.“ „Þótt fyrr hefði verið. Það er aumingjaskapur að hafa ekki verið kominn með litasjónvarp fyrir 20 árum.“ — „Nú er það ekki þróunin?“ — „Já, alveg sjálfsagt. Það verður lika bráðum hætt að framleiða tæki fyrir svart-hvítt.“ Og svo loks ein mjög veigamikil ástæða: „Nú! Er litasjónvarp ekki það sem koma skal? Rétt er að undirbúa það fyrr en síðar. Þeir mega ekki verða á undan okkur með litinn í Færeyjum.“

Það var annars áberandi í þessari skoðanakönnun, þegar niðurstöður voru bornar saman, að konur voru flestar mjög ákveðnar á móti litasjónvarpi. Þær horfðu flestar i kostnaðinn.

Í þéttbýli voru t.d. rúmlega 30 konur á móti litasjónvarpi meðan rúmar 23 voru meö því. En ríflega 30 karlar í þéttbýli voru með litasjónvarpi og 23 á móti. — Í dreifbýlinu voru hins vegar hlutföllin jöfn á milli kynja og svipaður meirihluti á móti litasjónvarpinu. — Og þetta er ein af fáum skoðanakönnunum, sem Vísir hefur gert, þar sem ekki eru fleiri konur óákveðnar í afstöðu sinni, heldur en karlar. — Svo miklu lét fólk þetta mál sig skipta.

Vel á minnzt — fyrst vikið er að þeim, sem óákveðnir voru í því, hvort þeir teldu litasjónvarp tímabært. Tveir gerðu grein fyrir hlutleysi sínu í málinu: Annar sagði:

„Mér finnst nú það svart-hvíta hafa nógu spillandi áhrif á unglinga út af fyrir sig, þótt ekki þurfi hitt til líka. En af því ég hef nú þetta álit á sjónvarpinu, þá tek ég ekki afstööu til þessa máls.“ En hinn sagði: „Ég er nú að vísu blindur og læt mér á sama standa um það — Í hversu mörgum litum útsendingar sjónvarpsins eru. Ég var bara að hugsa um hitt, hvort það yrði ekki óksöp dýrt að fleygja öllum gömlu sjónvarpstækjunum, þegar liturinn kemur.“

Það var sem sé ekki beinlinis vegna þess, að þeir væru alveg skoðanalausir í málinu, að þeir tóku þennan pól í hæðina. Það er þvl ekki ofsagt, sem í upphafi var getið, að þorrinn hafi látið þetta til sín taka.

Skemmst er frá því að segja að litasjónvarpið kom á endanum, hvort sem fólki líkaði það vel eða illa.

Greinin birtist áður á mannlif.is þann 1. júlí síðastliðinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -