Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Mun hætta í Sjálfstæðisflokknum 31. desember: „Þetta er prinsipp“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samfélagsmiðlar hafa logað eftir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var gómaður af yfirvöldum í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld. Er Bjarni og aðrir gestir sakaðir um að hafa brotið sóttvarnarlög á fjölmennu fyllerí. Bjarni heldur fram að hann hafi aðeins verið á svæðinu í korter en heimildarmaður Vísis segir að Bjarni hafi tekið þátt í grímulausu svallinu í um 45 mínútur.

Kallað hefur verið eftir afsögn Bjarna en fjármálaráðherra telur enga ástæðu til að víkja af ráðherrastóli. Þá hefur Katrín Jakobsdóttir lýst yfir að hegðun fjármálaráðherra sé „afsakanlegt.“ En stór hluti þjóðarinnar er á öðru máli.

HIlmar Jökull

Í þeim hópi er Hilmar Jökull Stefánsson sem fram að aðfangadag, var gallharður Sjálfstæðismaður og studdi formann flokksins af einurð. Hann hefur þrátt fyrir ungan aldur látið mikið að sér kveða í stjórnmálum en hefur hin síðari ár verið áberandi sem Bassatromma Tólfunnar, stuðningsmannaliði íslensku landsliðanna í knattspyrnu.

Hilmar Jökull hefur í tvígang verið í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í þingkosningum. Bauð Hilmar Jökull sig fram í Suðurvesturkjördæmi sem er kjördæmi Bjarna Benediktssonar árið 2017. Þá var Hilmar Jökull um skeið formaður Týs, sambands ungra Sjálfstæðismanna í Kópavogi.

Hilmari er lýst sem réttsýnum mannréttindasinna með hjarta úr gulli. Og nú er mælir Hilmars Jökuls fullur. Hann lýsti yfir á Twitter á aðfangadag að hann elskað Bjarna sem persónu og fjármálaráðherra. Það breyti þó engu þegar kemur að hegðun Bjarna á Þorláksmessu. Hann segir hegðun Bjarna vera óboðlega og hann hefði átt að segja af sér samdægurs.

„Þetta er prinsipp, hann er að kúka á okkur öll með þessari framkomu.“

Þá lýsti Hilmar Jökull yfir, eftir að í ljós kom að Bjarni var ráðherrann sem tók þátt í ólöglegu veislunni í Ámundarsal:

- Auglýsing -

„Vika. Slétt vika. Ef Bjarni segir ekki af sér fyrir 31. desember, þá segi ég mig úr flokknum og skrái mig ekki aftur í hann fyrr en Bjarni stígur til hliðar sem formaður. Prinsipp.“

Hilmar Jökull bætir við:

„Ég hef ekki fengið að knúsa ömmu mína, sem ég elska meira en allt í lífinu, síðan í mars. Fokking mars.“

Yfirlýsing Hilmars Jökuls hefur vakið mikla athygli og er honum hrósað fyrir að vera einn af fáum Sjálfstæðismönnum sem þori að stíga fram með „alvöru yfirlýsingu“ og flokkurinn eigi örlitla vonarglætu ef aðrir hugsi eins og Hilmar Jökull. Hilmari var einnig bent á að Bjarni myndi aldrei segja af sér embætti. Fjármálaráðherra myndi sjálfsagt baka köku, biðjast klökkur afsökunar og fá toppkosningu hjá Sjálfstæðisfólki í framhaldinu. Þessu svaraði Hilmar og sagði:

„Þá er ég hættur að kenna mig við blátt þar til formannsstóllinn fer til einhvers annars.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -