2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Mynd birt af nýfæddum syni Harry og Meghan

Harry og Meghan hertogahjónin af Sussex héldu stuttan fréttamannafund í dag ásamt prinsinum unga. „Hann er ofsalega ljúfur og rólegur,“ sagði Meghan við BBC.

Prinsinn var vafinn í hvítt teppi fyrir sýninguna en hann er aðeins tveggja daga gamall. „Ég veit ekki hvaðan rólyndið kemur,“ sagði Harry við fjölmiðla hlæjandi. Meghan virðist jafn hissa og hló dátt með Harry.

 

Elísabet drottning mun hitta barnabarnabarnið síðar í dag. Hjónin segjast bæði afar glöð með foreldrahlutverkið. Meghan sagði töfrum líkast að vera nú foreldri og sagðist heppin með tvo bestu drengi heimsins. „Ég er því mjög hamingjusöm,“ sagði hún við BBC. „Að vera foreldri er stórkostlegt,“ sagði Harry.

AUGLÝSING


Aðspurð hvoru foreldrinu prinsinn líkist meir sagði Harry að þeim hafi verið sagt að börn breytist talsvert á fyrstu tveimur vikunum.

Ungi prinsinn er sjöundi í röðinni að hásætinu.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is