Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Svona styttir móðir Guðmundar sér stundirnar á meðan hún býður þess að sonurinn snúi aftur heim

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á meðan Guðlaug, móðir Guðmundar Felix, býður þess að sonur hennar nái fullum bata eftir að hafa fengið grædda á sig tvo handleggi á Edouard-Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon í Frakklandi, dundar hún sér við að prjóna hvert sokkaparið á fætur öðru. Þannig styttir hún sér stundirnar.

Guðmundur Felix birtir mynd af því sem móðir hans hefur haft fyrir stafni og segir á samfélagsmiðlum:

„Á meðan Guðmundur Felix er að jafna sig eftir aðgerðina, hefur móðir hans breyst í prjónavél. Þannig styttir hún sér stundirnar á meðan hún býður þess að sonur hennar fái að snúa aftur heim.“

Guðlaug, móðir Guðmundar, hefur síðustu ár dvalið í Frakklandi og verið syni sínum til halds og trausts.

Glæsileg sokkapor

 

Guðmundur gekkst undir aðgerðina fyrir rúmum tveimur vikum en um var að ræða fyrstu aðgerð sinnar tegundar á heimsvísu. Aðgerðin gekk vel og flest gengið eins og í sögu eftir aðgerðina, hjá þessum jákvæða kraftaverkamanni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -