Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Öfgar um mál Ingós: „Nauðgunarmenning er samfélagslegt vandamál“ – „Dómskerfið brugðist þolendum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðgerðarhópurinn Öfgar hefur gefið út yfirlýsingu varðandi ákærur á hendur tónlistarmanninum Ingós Veðurguðs.

Aðgerðarhópurinn segir það kýrskýrt að allar frásagnirnar varðandi meint kynferðisafbrot Veðurguðsins komi frá raunverulegu fólki og það hafi verið staðfest áður en sögurnar voru birtar, en þetta meðal kemur fram í yfirlýsingu hópsins:

„Við í Öfgum höfum tekið við fjölda frásagna frá konum síðustu tvö ár. Hver einasta frásögn hefur verið staðfest með því að bera saman sendanda við Íslendingabók, engin frásögn sem birt hefur verið hefur komið frá sendanda sem ekki er hægt að staðfesta.“

Þetta líka:

„Það að Ingólfur eða fjölmiðlar hafi tengt hann við sögurnar er ekki okkar mál. Við höfum hvergi gefið upp um hvern ræðir og munum ekki staðfesta það hver meintur gerandi sé. Við tölum um einn mann og fjölda frásagna sem okkur hafa borist.“

Eins og fram kom í grein Mannlífs í gær.

- Auglýsing -

segir Ingó að hann „upp­lifi á­sakanirnar sem árásir og hefur á­hyggjur af fjölskyldu sinni og sínum vinum vegna umræðunnar,“ og neitar alfarið sök og ætlar að kæra. Hverja/hverjar hann hefur í hyggju að kæra er ekki enn vitað.

En aftur að yfirlýsingu Öfga:

„Frásagnirnar eru nafnlausar til að vernda þolendur og auk þess hefur meintur gerandi ekki verið nefndur á nafn þó svo að um sama mann sé að ræða í öllum frásögnunum. Öll kennileiti hafa verið fjarlægð úr frásögnunum til að ekki sé hægt að tengja þær við ákveðin meintan geranda. Einnig höfum við rætt við þolendur og séð myndir af áverkum.

- Auglýsing -

Stór hluti meintra þolenda var undir lögaldri þegar meint brot áttu sér stað. Við munum aldrei rjúfa trúnað við þær sem hafa treyst okkur fyrir frásögnum sínum. Þolendur hafa rétt á að segja sína sögur án þess að almenningur heimti nafngreining á meintum geranda, meintum þolanda og að hann sé ákærður og dreginn fyrir dóm.“

Segja má að mál Ingós hafi sett íslenskt samfélag á hliðina, sérstaklega eftir að Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti að Ingó sjái um brekkusönginn í Eyjum um næstu verslunarmannahelgi.

„Með þessum frásögnum erum við að benda á kerfisbundið vandamál í samfélaginu og þeim veruleika sem konur búa við,“ segir í tilkynningu Öfga:

„Nauðgunarmenning og kynbundið ofbeldi eru samfélagsleg vandamál og hefur dómskerfið algjörlega brugðist þolendum. Viðbrögð samfélagsins á internetinu undirstrika það vel hvers vegna þolendur ofbeldis segja ekki frá fyrr en löngu eftir að brot hefur átt sér stað og fara ekki dómsleiðina. Frásagnir þolenda eru ákall á breytingar. Dómskerfið eitt og sér mun ekki laga vandamálin sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að nauðgunarmenningu. Þar berum við öll sem samfélag ábyrgð.“

Öfgar segja einnig að „það að Ingólfur eða fjölmiðlar hafi tengt hann við sögurnar er ekki okkar mál. Við höfum hvergi gefið upp um hvern ræðir og munum ekki staðfesta það hver meintur gerandi sé. Við tölum um einn mann og fjölda frásagna sem okkur hafa borist.“

Hér er yfirlýsing Öfga í heild sinni: 

„Við í Öfgum höfum tekið við fjölda frásagna frá konum síðustu tvö ár. Hver einasta frásögn hefur verið staðfest með því að bera saman sendanda við Íslendingabók, engin frásögn sem birt hefur verið hefur komið frá sendanda sem ekki er hægt að staðfesta. Frásagnirnar eru nafnlausar til að vernda þolendur og auk þess hefur meintur gerandi ekki verið nefndur á nafn þó svo að um sama mann sé að ræða í öllum frásögnunum. Öll kennileiti hafa verið fjarlægð úr frásögnunum til að ekki sé hægt að tengja þær við ákveðin meintan geranda. Einnig höfum við rætt við þolendur og séð myndir af áverkum.

Stór hluti meintra þolenda var undir lögaldri þegar meint brot áttu sér stað. Við munum aldrei rjúfa trúnað við þær sem hafa treyst okkur fyrir frásögnum sínum. Þolendur hafa rétt á að segja sína sögur án þess að almenningur heimti nafngreining á meintum geranda, meintum þolanda og að hann sé ákærður og dreginn fyrir dóm.

Með þessum frásögnum erum við að benda á kerfisbundið vandamál í samfélaginu og þeim veruleika sem konur búa við.

Nauðgunarmenning og kynbundið ofbeldi eru samfélagsleg vandamál og hefur dómskerfið algjörlega brugðist þolendum

Viðbrögð samfélagsins á internetinu undirstrika það vel hvers vegna þolendur ofbeldis segja ekki frá fyrr en löngu eftir að brot hefur átt sér stað og fara ekki dómsleiðina. Frásagnir þolenda eru ákall á breytingar. Dómskerfið eitt og sér mun ekki laga vandamálin sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að nauðgunarmenningu. Þar berum við öll sem samfélag ábyrgð.

Fréttaflutningur DV var til þess gerður að draga úr trúverðugleika þolenda. Blaðamaður DV býr til frétt út frá tvíti á Twitter þar sem einstaklingur segist hafa sent upplognar frásagnir undir nafnlausum aðgöngum. Það stenst ekki þar sem við höfum, eins og áður segir, staðfest alla sendendur. DV hefur samband við eina okkar án þess að bera undir hana hvernig fréttinni verður háttað og reynir síðan að henda henni fyrir lestina með því að skella upp týpískri click-bait frétt. Allt er þetta gert á kostnað okkar og meintra þolenda. Auk þess er búið að eyða aðganginum á Twitter sem hélt þessu fram og því ekki hægt að hafa samband við viðkomandi til að fá viðbrögð.

Það að Ingólfur eða fjölmiðlar hafi tengt hann við sögurnar er ekki okkar mál. Við höfum hvergi gefið upp um hvern ræðir og munum ekki staðfesta það hver meintur gerandi sé. Við tölum um einn mann og fjölda frásagna sem okkur hafa borist.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -