Föstudagur 6. desember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Olga Margrét sagði sérhagsmuni fyrirtækja skýra aðgerðarleysi fyrirtækja í loftslagsmálum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Tíminn er á þrotum og við þurfum aðgerðir núna strax” sagði Olga Margrét Cilia, þingkona Pírata, um loftslagsmál í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. 

Hún telur ríkisstjórnin og þing þurfa bregðast við ákalli almennings með skýrari hætti. „Við virðumst vera hrædd við að horfast í augu við vandamálið og okkar eiginn ótta.” Olga benti á hlutverk yngri kynslóða í vitundarvakningu loftslagsmála innan þingsins. Þá talaði hún um að húsið yrði að hruni komið.

„Staðan í loftslagsmælum ættu svosem ekki að koma neinum á óvart” sagði Olga. Benti hún á að fyrirtæki fengu tækifæri til að grípa í taumana strax á 20. öld. „Ekki var gripið til róttækra aðgerða þá.” Þá sagði hún sérhagsmuni stórfyrirtækja skýra aðgerðarleysið á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Sérhagsmunir fárra voru teknir yfir almannahagsmuni.“

Olga endaði ræðu sína með því að leggja til að feðraveldið yrði lagt niður og fékk fyrir vikið hlátur úr sal.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -