• Orðrómur

Ólöf buguð eftir árásir á samfélagsmiðlum eftir að hafa opnað Sölvamálið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ólöf er buguð eftir þær árásir sem hún varð fyrir eftir að hafa opnað á Sölvamálið svokallaða, það er greint frá sögum um þjóðþekktan einstaklings sem hafi beitt vændiskonu ofbeldi og gagnrýnt fjölmiðla fyrir þöggun.

Eins og frægt er orðið steig Ólöf fram og sagði frá því á Instagram aðgangi sínum, að þjóðþekktur einstaklingur hefði gengið í skrokk á konu, og varð hún í kjölfarið fyrir miklum árásum. Eins og sjá má víða um samfélagsmiðla er Ólöfu úthúðað og um hana eru höfð uppi ósæmileg ummæli. Hún hefur tjáð sig á Instagram reikningi sínum og birt brot af því sem yfir hana hefur verið að ganga allt frá því að hún stóð upp og tjáði sig um meint ofbeldi og skoraði á fjölmiðla að fjalla um málið og taka ekki þátt í þeirri miklu þöggun sem gjarnan ríkir um mál sem þessi. Brot af óhróðrinum má finna hér neðar.

Sjá einnig: Ólöf segir þjóðþekktan mann hafa lamið vændiskonu: „Ég þurfti að slá stjörnurykið úr augunum“

- Auglýsing -

Óþolandi gerendameðvirkni

Gabríela Bryndís Erludóttir hjá samtökunum Líf án ofbeldis, ræddi þessar árásir í viðtali við Mannlíf í gær og kom þar meðal annars inn á það sem hún kallar óþolandi gerendameðvirkni íslensk samfélags.

„Það sem fólk er kannski ekki alltaf að átta sig á er að þegar að meintir gerendur fara fyrirfram í viðtöl og lýsa sig saklausa eru þeir jafnframt að lýsa yfir að þolandinn sé lygari. Og þegar fólk tekur sterka stöðu með mönnum sem koma fram með sína útgáfu af hlutunum er það einnig að taka afstöðu gegn þolendum,” segir Gabríel og bætti við:

- Auglýsing -

„Við erum að sjá mjög skýrt hvernig þetta er síendurtekið gegn konum og börnum og verðum vitni að hvernig hlutunum er stillt upp í fyrirsögnum blaðanna. Þegar karlmenn lýsa yfir sakleysi sínu er því tekið sem staðreynd á meðan að mun meiri fyrirvari er settur á lýsingar þolenda á sinni reynslu.”

- Auglýsing -

 

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -