Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Ráðherra krafðist þess að laun yrðu lækkuð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nýjasta tölublaði Mannlífs er sagt frá þeirri gagnrýni sem hefur verið á byggingu nýrra höfuðstöðva Landbankans. Það eru þó ekki einungis húsnæðismál sem hafa truflað ráðamenn í rekstri Landsbankans. Það hafa launamál líka gert og í þeim hafa stjórnvöld raunverulega beitt sér.

Í lok árs 2016 var tekin pólitísk ákvörðun um launakjör ríkisforstjóra undan kjararáði og til stjórna fyrirtækjanna, sem eru pólitískt skipaðar. Sú breyting tók gildi um mitt ár 2017. Benedikt Jóhannesson, sem þá var fjármála- og efnahagsráðherra, sendi bréf til stjórna allra fyrirtækja í ríkiseigu í aðdraganda þeirrar yfirfærslu. Þar beindi hann þeim tilmælum til þeirra að stilla öllum launahækkunum forstjóra í hóf. Stjórnarformenn stærstu fyrirtækjanna, meðal annars ríkisbanka, voru auk þess kallaðir á fund ráðherrans síðsumars þetta ár til að brýna fyrir þeim að virða tilmæli hans.

Margar stjórnir hunsuðu tilmælin og hækkuðu laun æðstu stjórnenda sinna um tugi prósenta. Engin laun ríkisforstjóra hækkuðu hlutfallslega meira en bankastjóra Landsbankans, eða um 82 prósent í 3,8 milljónir króna á mánuði.

Í febrúar 2019, þegar kjaraviðræður stóðu sem hæst, sendi Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, bréf til Bankasýslu ríkisins þar sem hann óskaði þess að hún kæmi því með afdráttarlausum hætti á framfæri við stjórnir ríkisbankanna Íslandsbanka og Landsbankans að „ráðuneytið telji að bregðast eigi við þeirri stöðu sem upp er komin með tafarlausri endurskoðun launaákvarðana og undirbúningi að breytingum á starfskjarastefnum, sem lagðar verði fram á komandi aðalfundum bankanna.“
Í mars brást bankaráð Landsbankans við þessum tilmælum og lækkaði laun bankastjórans niður í 3.503 þúsund krónur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -