Mánudagur 16. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Ragga nagli: „Stíft mataræði sviptir þig frelsi og maturinn fær mátt yfir þér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira.

 

Í nýjasta pistil sínum skrifar Ragga um matarkvíða.

Matarkvíði

Þú gleymir ísnum sem þú átt í frystinum og manst bara eftir honum næst þegar þú tekur út frosnu kjúklingabringurnar.

Þig hlakkar til að hreyfa þig því þú hefur fundið leið til sem gleður líkamann og nærir sálina.

Grænmeti er gúllað með gleði í hvaða útgáfu sem það kemur. Af því þér líður vel í skrokknum á eftir.

- Auglýsing -

Þú velur hollari varíasjón á veitingastað því hann gerir þér gott.
Því þú vilt hugsa sem best um sjálfan þig.
Ekki til að vera góður og hlýðinn meðlimur í púritönsku samfélagi.

Þú velur ‘stundum’ smjörvað og sykrað sætindi.
Sveittan börger og fröllur með mæjóið út á kinn.
Pizzu stútfulla af hvítu hveiti og unnum kjötvörum á toppnum.

Stundum er bara einn biti af köku akkúrat málið til að losna við sykurlöngun.
Stundum er það öll sneiðin sem líkaminn og hausinn vill.

- Auglýsing -

En eftir á gerist ekkert í sálinni. Núll. Nada. Frostmark.
Þú nýtur í botn að borða mat sem veitir litla næringu en er bara gaman að hafa í munni,

Matur er bara matur, en ekki flokkaður í „hollur“ eða „óhollur,“, „fitandi“ eða „nærandi.“

Enginn matur er í kategoríu með Manson fjölskyldunni.

Öll hugarorkan og hver mínúta dagsins fer ekki lengur í hugsanir um mat:
Hvað á ég að borða. Hvenær. Hversu mikið. Hvað ef mér er boðið í mat? Hvað verður í boði. Á ég að fara í föstudagskaffið í vinnunni? Á ég að borða þar? Hvað á ég að borða í saumaklúbbnum í kvöld?

Í matarkvíða ertu fjötrum vafinn um hálsinn með stífu regluverki, boðum og bönnum. Sósaður í samviskubiti og skömm.

Laus við matarkvíða ertu valhoppandi með hvolpum og einhyrningum í sveigjanleika og frelsi.
Stútfullur af sjálfstrausti og valdeflingu.

Stíft mataræði sviptir þig frelsi og maturinn fær mátt yfir þér.

Þú þarft að klára nammipokann núna því þú ætlar að reyra sultarólina aftur á morgun

Mataræði á ekki að vera þyrnikóróna og gapastokkur.

Mataræði á að auðga lífsgæðin og stuðla að langtímaheldni út lífið.

Það eru engin lífsgæði í að velkjast hverja vökustund í matarkvíða veislum, saumaklúbbum, föstudagskaffi og samviskubit yfir súrdeigsbrauðsneiðinni í hádeginu.

Sveigjanlegt mataræði gefur þér valfrelsi og losar þig við sektarkennd.
Og þegar sektarkennd er ekki lengur í partýinu færðu betri dómgreind til að hugsa sem best um heilsuna þína.

Facebooksíða Röggu nagla.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -