Ragnhildur Kolka, bókmennta- og lífeindafræðingur, fullyrðir að frelsi til tjáningar sé ekki hátt skrifað á spjalli Pírata hér á landi. Þar hafi hún verið kölluð ýmsum ljótum nöfnum á sama tíma og kommenti hennar sem innihélt gagnrýni á grímuskyldu hérlendis vegna Covid-19 var eytt út af spjallinu.
Það er Guðmundur Franklín Jónsson, fyrrum forsetaframbjóðandi, sem vekur athygli á skrifum Ragnhildar en hún segist hafa verið kölluð belja, djöfulsins drullusokkur, dóni og lygari á Píraspjallinu á Facebook án þess að slíka athugasemdir væri fjarlægðar. Þegar hún sjálf vogaði sér að gagnrýna grímuskylduna hafi pósti hennar verið eytt út. „Ég veit ekki hvað skal segja, hugleysi eða heimska? En eitt er víst að frelsi til tjáningar (aðrar skoðanir) er ekki hátt skrifað á spjalli Pírata,“ segir Ragnhildur.
Ljóst er að Ragnhildur er ekki ánægð með þær sóttvarnaraðgerðir sem viðhafðar hafa verið hér á landi í faraldrinum. Í þriðju bylgjunni sem nú stendur yfir bloggaði hún um aðgerðirnar. Þar segir Ragnhildur meðal annars: