Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Rannsaka starfshætti Gísla Jökuls: „Athuga hvort verklag hafi verið í samræmi við lög og reglur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan skoðar hvort lögreglumaður hafi brotið lög

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til skoðunar hvort vinnubrögð lögreglumannsins Gísla Jökuls Gíslasonar hafi verið í samræmi við lög og reglur.

Komið hefur fram á Mannlífi að Gísli villti á sér heimildir þegar hann rannsakaði hver stæði á bak við vefsíðu í nafni Samherja.

Í síðustu viku var greint frá því að vefsíða sem látin var líta út eins og hún væri tengd fyrirtækinu Samherja; fölsuð afsökunarbeiðni var send út; þar stóð stórum stöfum We’re Sorry, eða Við biðjumst velvirðingar. Var síðan hluti af lokaverkefni listamannsins Odee, Odds Eysteins Friðrikssonar.

Heimildin sagði frá því á föstudaginn að lögreglumaðurinn Gísli Jökull Gíslason hefði reynt að komast að því hver væri á bak við vefsíðuna með því að villa á sér heimildir; sagðist vera sjálfstætt starfandi blaðamaður.

Gísli sendi tölvupóstana úr vinnunetfangi sínu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu; hann lýsti yfir aðdáun sinni á gjörningnum og bað um að fá að vita hver yrðu næstu skref.

- Auglýsing -

Kemur fram í umfjöllun Heimildarinnar að Gísli sé sérfræðingur í netglæpum hjá lögreglunni.

Samkvæmt RÚV þá segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson kynningarfulltrúi hjá lögreglunni að lögreglan sé að skoða málið; lögreglan hefur hins vegar ekki svarað því hvort þetta væru viðurkennd og eðlileg vinnubrögð hjá lögreglunni; né hvort kæra hefði borist frá Samherja á hendur listamanninum Oddi.

Í yfirlýsingu frá Gunnari við fyrirspurn fréttastofu RÚV segir að „embættið staðfestir að til athugunar sé hvort verklag við skoðun vefsvæðisins og samskipti hafi verið í samræmi við lög og reglur en að öðru leyti mun embættið ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -