Föstudagur 13. september, 2024
9.8 C
Reykjavik

Reykjavík hlýtur gullverðlaun sem Destination 2020

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Reykjavík hlaut á sunnudag gullverðlaun sem Destination 2020 á Travel News Market, stærstu ferðasýningu sem haldin er í Svíþjóð.

 

Kemur þetta fram á vef Reykjavíkurborgar.

 

Gullverðlaunin voru veitt í flokknum “premium” fyrir helgarferð sem merkir að flestir premium ferðamenn segjast vilja ferðast til Íslands í helgarferð, eða alls 18.1%. Í öðru sæti var Róm og París í þriðja sæti.

Samkvæmt skilgreiningu alþjóðlega markaðsrannsóknafyrirtækisins YouGov sem gerði könnunina eru Premium ferðamenn þeir sem vilja fyrst og fremst einstaka upplifun og eru tilbúnir að verja meiri fjármunum meira til þess að ná því markmiði. Einnig voru veitt verðlaun í flokknum Budgetresenär, þ.e. ferðamenn sem vilja ferðast á ódýran máta og flokknum Trygghet, ferðamenn sem kjósa öryggi s.s. pakkaferðir. Undirflokkar voru helgarferð, vikuferð og langferð.

Könnunin var lögð fyrir í september og voru rúmlega tvö þúsund Svíar í úrtakinu. Könnunin var gerð á vegum Travel News sem er stærsta fagtímarit Svíþjóðar á sviði ferðaþjónustu. Tilgangur könnunarinnar var að komast að því hvaða áfangastaðir eru vinsælastir í dag meðal sænskra ferðamanna.

- Auglýsing -

Sendiráð Íslands í Svíþjóð tók þátt í sýningunni og kynnti land og þjóð fyrir áhugasömum aðilum úr ferðaþjónustunni.

Sjá frétt Travel News um verðlaunin

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -