• Orðrómur

Reyndi að ræna sjö ára stúlku: „Fór að gráta og sparkaði í punginn á honum“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sjö ára stúlka gekk í gegnum þá hrikalegu lífsreynslu að maður reyndi að ræna henni þar sem hún var að leik í Grafarvogi. Faðir hennar, Ragnar Örn Ottósson, skrifar um atvikið á Facebook.

„Í kvöld gerðist það að maður reyndi að taka 7 ára dóttur mína með sér af leikvellinum í botngötu Funafoldar. Maðurinn gekk að henni og spurði hana hvort hún vildi sjá hundana hans,“ skrifar Ragnar Örn.

Þegar stúlkan neitaði því tók maðurinn hana upp og hélt að sér og gerði sig líklegan til að ganga með hana á brott.

- Auglýsing -

„Hún öskraði, fór að gráta og sparkaði í punginn á honum. Við það sleppti hann henni og hljóp á brott,“ skrifar faðirinn.

Hann segir að engin vitni hafi verið að atburðinum. Lýsing stúlkunnar á manninnum er eftirfarandi:  Dökkhærður, brún augu, milli 170 cm til 180 cm. Íklæddur gráum íþróttabuxum og grárri peysu. Hún sagði hann vera eitthvað freknóttan. Maðurinn er Íslendingur.

„Ég biðla til allra í Foldahverfi að skoða myndavélakerfi sín sem kynnu ađ hafa tekið eitthvað upp. Mögulega dyrasímakerfi Ring e.t.c. við munum ekki gefast upp fyrr en þessi maður finnst,“ skrifar Ragnar.

- Auglýsing -

Hann segir að lögreglan sé með málið skráð. Atvikið gerðist um kl 20:20 þann 7 júní.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Hefur þú séð Símon? – Lögreglan biður um þína hjálp

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Símoni Símonarsyni, 73 ára. Hann er 160 sm á hæð og gráhærður. Símon er líklegast klæddur í gallabuxur og dökkbláa...

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -