Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Ríflega 1500% aukning á offituaðgerðum á fjórum árum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Offituaðgerðum hjá Klíníkinni hefur fjölgað um ríflega 1500 prósent á fjórum árum. Það stefnir í að aðgerðirnar verði fleiri en 1000 í ár á meðan þær voru til samanburðar 62 talsins árið 2017. Útlit er fyrir algjöran meðfjölda offitaaðgerða í ár.

Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við svari fyrirspurnar á Alþingi. Þar kemur fram að offituaðgerðirnar hafi verið 500 í fyrra en allt stefni í að þær verði tvöfalt fleiri í ár, að minnsta kosti.

Offituaðgerðir geta verið magaermi, magahjáveituaðgerð eða minni hjáveituaðgerð. Klíníkin er það fyrirtæki sem sér um flestar þessara aðgerða hér á landi.

Hér má sjá fjölga offituaðgerða hjá Klíkikinni. Aukningin er augljós.

Konur eru 78 prósent þeirra sem gangast undir þessar aðgerðir og meðalaldur sjúklinga eru ríflega 44 ár. Í svari Svandísar kemur einnig fram að 20 prósent þeirra sem gangast undir offituaðgerðir fái fylgikvalla, svo sem garnaklemmu, þrengingu á magastúf eða magasár sem þarfnast úrlausnar. Tíðni kvillanna er þó ekki talin há.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -