Miðvikudagur 7. desember, 2022
-5.2 C
Reykjavik

Ríkið okrar á landsbyggðarfólki – Gríðarlegur kostnaðarmunur á bálförum eftir búsetu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þegar staðið er frammi fyrir andláti náins ættingja eða ástvinar ber að huga að ýmsum ákvarðanatökum er varðar útförina. Kostnaður hennar getur hlaupið á háum upphæðum og spurningar hafa vaknað er varðar kostnaðarliði útfara. 

Íslenskir skattgreiðendur greiða að hluta til fyrir þennan kostnað með kirkjusjóðsgjaldi og má þar nefna legstað í kirkjugarði og bálför. 

Í nýjasta blaði Mannlífs er ítarlega farið yfir kostnað jarðarfara.

Hér er brot úr greininni:

Líkflutningur af landsbyggðinni

Þeir látnu sem búsettir voru fyrir utan höfuðborgarsvæðið, þarf að flytja til Reykjavíkur hafi þeir óskað eftir bálför.  Líkflutningur innanlands er ekki nýmæli en greiða þarf sérstaklega fyrir hann. Útfararstjóri rukkar aukalega fyrir lengri flutning, að jafnaði yfir 100 kílómetra eða skilar kistunni til flutningsaðila innanlands en vert er að athuga að gera þarf ráðstafanir á áfangastað. Mannlíf kynnti sér viðmiðunarkostnað fyrir flutning á kistu og er hann um það bil 35 þúsund frá Akureyri en 45 þúsund fyrir flutning frá Egilsstöðum. Mikilvægt er að aðstandendur geri viðeigandi ráðstafanir og kynni sér vel skilyrði flutningsfyrirtækjanna áður en lagt er í slíkan flutning.

- Auglýsing -

Bálfarir

Aukin aðsókn er í bálfarir en á síðastliðnum 30 árum hafa bálfarir aukist úr 15 prósent upp í 58 prósent allra látinna. 60 prósent höfuðborgarbúa velur nú til dags að brenna jarðneskar leifar sínar. Hlutfall látinna á landsbyggðinni sem óska eftir bálför er töluvert lægra. Auka kostnaður leggst á landsbyggðarfólk þar sem líkflutningur er ekki innifalinn.

Íslenska ríkið hefur fengið á sig harða gagnrýni þar sem líkbrennsluofnarnir eru úreltir og orðnir 80 ára gamlir. Sökum þessa þá verða hinir látnu að vera brenndir í kistu. Er það gert þar sem ofnarnir ná ekki nægilegum hita og kistan gegnir því hlutverki eldsmatar. Hvað varðar núverandi lög og reglugerðir þá standast ofnarnir ekki mengunarvarnir.

- Auglýsing -

Ofnarnir eru tveir og eru staðsettir í Fossvogskirkju. Sinna þeir öllum bálförum á landinu. Ofnarnir brenna aldrei samtímis heldur til skiptis. Um fimm bálfarir eru á virkum dögum að frátöldum föstudögum vegna styttingu vinnuvikunnar. Reykur kemur úr skorsteini kirkjunnar í einhverjar þrjár mínútur á meðan kistan er að brenna. Það tekur lík um það bil eina til eina og hálfa klukkustund að brenna.

Að lokinni bálför er öskunni komið fyrir í duftkeri og er kostnaður kersins um það bil 14 þúsund krónur. Líkt og með líkkistu þá er aðstandendum frjálst að skaffa kerið að því gefnu að það sé úr umhverfisvænu efni.

Í samanburði eru 80 prósent útfara á Norðurlöndunum bálfarir og þrátt fyrir mikla aukningu hérlendis er engin pressa sett á fólk að velja slíka leið.

Hægt er að lesa greinina í heild sinni í nýjasta blaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -