Rúrik gæti grætt milljónir á hverri Instagram-færslu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Einn af hápunktum nýliðinnar heimsmeistarakeppni er hve hratt vinsældir knattspyrnukappans Rúriks Gíslasonar uxu á meðan á keppninni stóð, og jafnvel eftir að Ísland datt úr leik.

BBC segir Rúrik blöndu af Brad Pitt, Channing Tatum og Chris Hemsworth

Rúrik er nú kominn með 1,3 milljónir fylgjenda á Instagram og á sú tala eflaust eftir að hækka. Er Rúrik sá Íslendingur sem er með flesta fylgjendur á samfélagsmiðlinum, en á eftir honum kemur merkisfólk eins og fjallið Hafþór Júlíus Björnsson, landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, söngkonan Björk Guðmundsdóttir og áhrifavaldurinn Manuela Ósk. Margir hafa haft á orði að Rúrik gæti þénað smá aukapening með því að líta á Instagram sem atvinnuveg utan fótboltans, þar á meðal fyrrnefnd Manuela.

First training in Russia done ✅

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on

Hver mynd þýðir þúsundir króna

Það er engin algild regla um hve mikið áhrifavaldar fá fyrir að auglýsa vörur og þjónustu á samfélagsmiðlum. Það er hins vegar ljóst að þar eru engir smápeningar í spilunum fyrir fólk eins og Rúrik sem kemst yfir milljón fylgjendur.

Samkvæmt tölum sem The Economist tók saman árið 2016 getur áhrifavaldur sem er með 1 til 3 milljónir fylgjenda á Instagram þénað fimmtíu þúsund dollara fyrir hverja færslu, eða rúmar fimm milljónir króna. Þeir sem eru með hálfa til eina milljón fylgjenda geta þénað um eina milljón króna fyrir hverja færslu. Ef áhrifavaldur kemst hins vegar yfir þrjár milljónir fylgjenda getur þessi tala hækkað í rúmar sjö milljónir króna.

Hér má sjá gröf The Economist um hve mikið áhrifavaldar geta grætt á auglýsingum.

Ef Rúrik ákveður að einbeita sér að þessum nýja starfsvettvangi og jafnvel færa sig yfir í aðra samfélagsmiðla getur hann grætt á tá og fingri. Þannig geta áhrifavaldar með 1 til 3 milljónir fylgjenda á Snapchat grætt fimm milljónir króna fyrir hverja færslu, rúmar sex milljónir króna fyrir hverja Facebook-færslu og vel yfir tíu milljónir króna fyrir hvert myndband á YouTube.

Ekki bara fylgjendur sem telja

Þó þessar tölur frá The Economist séu tveggja ára gamlar, gefa þær nokkuð góða mynd af tekjum áhrifavalda almennt séð. The Financial Times tók saman tekjur áhrifavalda fyrr á þessu ári og í þeim kom fram að áhrifavaldar með um hundrað þúsund fylgjendur gætu þénað um þrjú hundruð þúsund krónur fyrir hverja mynd á Instagram.

Þess ber að geta að það er ekki aðeins fylgjendafjöldi sem fyrirtæki horfa í þegar þau ákveða að ráða til sín áhrifavalda til að auglýsa vörur sínar og þjónustu. Ýmislegt annað ber að hafa í huga, svo sem svokallað „reach”, eða til hve margra auglýsingin nær, á hvaða samfélagsmiðlum áhrifavaldurinn er virkur og hver hans sérstaða á markaðinum er.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Nína ekki ólétt

Nína Richter ljósmyndari og rithöfundur og fyrrum kvikmyndagagnrýnandi á RÚV leiðréttir fjölda hamingjuóska í færslu sinni á...