Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Safnað fyrir 4. ára dóttur eftir að Tomas lést í gámi:„Erfitt að hugsa til litlu stúlkunnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tomas Mančiauskas, tæplega þrítugur Lithái, fannst látinn í söfnunargámi Rauða krossins í október á síðasta ári. Hann lét eftir sig fjögurra ára gamla dóttur sem býr í Litháen. Safnað var fyrir litlu stelpunni meðal Íslendinga.

Félag Litháa á Íslandi harmaði atburðinn og sendi fjölskyldu og vinum innilegustu samúðarkveðjur. Félagið tilkynnti um andlátið innan hóps Litháa á Íslandi þar sem komið var inn á minningarathöfnina. „Okkur fannst mjög sorglegt að heyra af þessu og það er erfitt að hugsa til þess að hann eigi þessa litlu stúlku í heimalandinu. Við sendum fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur,“ sagði Jurgita, stjórnarmaður í Félagi Litháa á Íslandi.

Tomas er talinn hafa verið að teygja sig ofan í söfnunar gáminn og fest hönd sína þar. Lögregla segir ekki neitt annað að sjá en að um hörmulegt slys hafi verið að ræða. Gámurinn er staðsettur vesturbænum í Kópavogi, nærri Salnum.

Venjulega engin hætta

Margir veltu því fyrir sér hvernig ungur tæplega þrítugur maður gat látið lífið af völdum söfnunargáms Rauða krossins. Líklega verður það ekki leyst fyrr en krufningu og rannsókn er lokið. Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, sagði í svari við fyrirspurn Mannlífs að venjulega sé engin hætta af gámunum en við vissar aðstæður sé voðinn vís.

Kristín segir alla í samtökunum miður sín yfir atvikinu sem átti sér stað í Kópavogi á dögunum. Hún segir samtökin hafa reynt að aðstoða rannsókn eftir bestu getu. „Við vorum strax í sambandi við lögregluna ef það væri eitthvað sem við gætum gert til að aðstoða við rannsókn málsins. Í kjölfar þessa hörmulega slyss hefur Rauði krossinn fengið nýjustu upplýsingar um vottun og staðla gámanna, en þeir eru framleiddir í Þýskalandi og vottaðir þar. Þá höfum við einnig haft samband við Vinnueftirlitið vegna málsins,“ sagði Kristín.

- Auglýsing -

Hún segir fyrsta skrefið að merkja gámana enn betur. „Allir gámarnir eru merktir að það sé hættulegt að fara ofan í þá, en við munum auka við þær merkingar núna til þess að koma í veg fyrir að svona slys endurtaki sig.“

Safnað fyrir unga dóttur

Félag Litháa á Íslandi tilkynnti um andlátið innan hóps Litháa á Íslandi. Til stuðnings ungri dóttur Tomasar fer fram söfnun. Haldin var minningarathöfn í St. Jósefskirkju, kaþólsku kirkjunni í Hafnarfirði, og þar hélt Juan Carlos Escudero prestur helga messu til að kveðja Tomas, eða Tom eins og hann var kallaður.

- Auglýsing -

Til stuðnings fjölskyldu Tomasar á erfiðum tímum geta þeir sem vilja hjálpa lagt inn á eftirfarandi reikning, reikningshafi er bróðir Tom sem býr einnig hér á landi:

0526-26-290991

Kennitala 290991-4639

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -