Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Sauð upp úr hjá kristnum – Segja sparnaðinn árás á trúnna: „RÚV er eingöngu fyrir starfsmenn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óhætt er að segja að það hafi soðið upp úr í gær hjá meðlimum Facebook-hópsins Orð kvöldsins og Morgunbæn verði áfram á RÚV. Meðlimir urðu æfir yfir þeim fregnum að RÚV hygðist hætta beinum útsendingum frá sunnudagsmessum. Þar á meðal voru tveir þingmenn.

Ólafur Egilsson, fyrrverandi sendiherra, tilkynnti þetta innan hópsins. „Lágkúra RÚV gagnvart sjálfu sér og þeim Íslendingum sem aðhyllast kristni – langflestum landsmönnum – heldur áfram, því nú á að hætta beinum útsendingum frá sunnudagsmessum sem svo lengi hafa tíðkast. Í þeirra stað mun kirkjunni gefinn kostur á að setja saman og taka upp athafnir á fimmtudögum sem síðan verði varpað út sunnudaginn á eftir,“ skrifar Ólafur.

Þetta fóru ekki vel í fólk. Gústaf Níelsson, sagnfræðingur sem hefur komið víða við í hægri stjórnmálum, sagði einfaldlega: „Rúv á enga samleið með þjóðinni.“ Fleiri voru á sama máli og töldu réttast að loka RÚV. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, vildi svo vita hver hafi ákveðið þetta. „Hverjum dettur þetta í hug og framkvæmir það?,“ spyr Björn. Fleiri stjórnmálamenn kveða sér hljóðs. „Óviðunandi. Danska sjónvarpið er með kirkjuefni á sunnudagsmorgnum,“ segir Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, meðan Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar: „Þeir setja þjóðkirkjuna til hliðar og hverfa frá góðum siðum sem öllum eru hollir. Þeir fylgja í kjölfar borgarstjórnar Reykjavíkur.“

Einn maður segir svo: „Rúv er eingöngu fyrir starfsmenn stofnunarinnar“. Það vill þó svo til að ástæða þessa breytinga er einmitt þveröfug, þetta sé gert til að lækka laun tæknimanna. Í það minnsta ef marka má orð Ólafs hvað þetta varðar.

Ólafur segir þetta gert til að losna við að borga tæknimanni á helgidagataxta. „Mér skilst að þetta snúist um að spara mismuninn á hversdags- og helgidagataxta tæknimanns! Gott er að hugað sé að sparnaði, en með ólíkindum að viðleitni í þá átt hjá þessari þjónustustofnun, sem þjóðin greiðir milljarða, skuli lenda í svona ófarnaði. Þarna gætir es víðtækari skilningsskorts,“ segir Ólafur.

Margir almennir borgarar tjá sig enn fremur og eru æfir. Einn maður er þó ekki þar á meðal, Eysteinn Pétursson, yfireðlisfræðingur á Ísótópastofu Landspítalans. Hann skrifar: „Þetta er ótrúleg umræða. Er það virkilega svo að guðsorð úreldist frá fimmtudegi til sunnudagsmorguns? Lengi hefur viðgengist að messur séu af og til teknar upp í kirkjum á landsbyggðinni og útvarpað jafnvel vikum eða mánuðum seinna – án þess að ég hafi orðið var við kvartanir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -