Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Segir áramótin nú vera fullkomin til að banna flugelda á Íslandi: „Alveg fráleitt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Símans, telur að áramótin henti fullkomlega til að banna almenningi að skjóta upp flugeldum. Magnús viðrar skoðun sína á Twitter og segir ávinninginn vera minni mengun og meiri loftgæði, færri slys og þrifalegri borg. Orðrétt sagði Magnús:

„Þetta væru hin fullkomnu áramót til að hætta flugeldaruglinu.“

Hugdetta Magnúsar fær töluverðan stuðning en hann var þó um leið spurður hvernig ætti að bæta björgunarsveitum upp tekjumissinn. Þá var einnig haldið fram að sveitirnar væru háðar því að selja þjóðinni flugelda. Þessu svaraði Magnús:

„Fjármögnun björgunarsveitanna má ekki vera háð slysavaldandi ofsamengun. Ekki frekar en að fjármögnun Rauða krossins á að vera háð viðbjóðsrekstri spilakassa. Einu sinni var fullt af fólki sem átti lífsafkomu sína undir því að vinna í mjólkurbúðum eða smíða hestakerrur. En tímar breytast og mennirnir með. Björgunarsveitarmenn eru eldklárir og munu finna nýjar leiðir með aðstoð allra.“

Fræðimenn við Háskóla Íslands hafa áður tekið í svipaðan streng og Magnús. Sprengigleði Íslendinga er lýst sem grafalvarlegum, fyrirsjáanlegum mengunaratburði, stundargleði, sem sé orðin hluti af ímynd þjóðarinnar, en hafi í för með sér mikinn fórnarkostnað.

Í úttekt fræðimannanna frá árinu 2018 segir að mengun við Dalsmára í Kópavogi, hafi sett nýtt Evrópumet. Þröstur Þorsteinsson, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði, segir:

„Þessi stóri toppur getur valdið skammtímaáhrifum, fólk sem er viðkvæmt fyrir, þetta getur valdið því að það fær heilablóðfall, hjartaflökt, jafnvel hjartastopp.“

- Auglýsing -

Þá kemur fram í Læknablaðinu að á nýársnótt árið 2018 hafi fimmtán manns leitað á bráðamóttöku vegna andþyngsla sem rekja mátti til mengunar, eða helmingi fleiri en venjulegt er. Voru þetta töluvert fleiri en leituðu sér aðhlynningar eftir meiðsli flugelda. Og flugeldarnir sjálfir geta reynst stórhættulegir. Fyrr á árinu missti karlmaður handlegg í flugeldaslysi í Heiðmörk.

Einnig hefur verið tekist um það á þingi hvort banna eigi sölu flugelda. Í byrjun árs var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í viðtali á Bylgjunni en hann var fulltrúi dómsmálaráðuneytisins í starfshópnum. Jón sagði að flugeldar lýstu upp skammdegið og bætti við að hugmyndir um að banna notkun og innflutning flugelda hér á landi hafi verið viðraðar innan starfshópsins.

„Það tel ég vera alveg fráleitt.“

Þröstur telur aftur á móti að óhófleg notkun Íslendinga á flugeldum leiði til alvarlegrar fyrirsjáanlegrar mengunar. Hún hefur áhrif á heilsu og vellíðan lungnasjúklinga sem eru allt að 5-10% landsmanna og eru í þeim hópi bæði börn og fullorðnir.

- Auglýsing -

Hvað segja lesendur Mannlífs? Á að banna Íslendingum að skjóta upp flugeldum um áramót?

Kommentakerfið er opið hér aðeins neðar á síðunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -