Miðvikudagur 29. júní, 2022
14.8 C
Reykjavik

Sér ekki eftir neinu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Ég var hræðilegur drykkjumaður,“ sagði myndlistarmaðurinn Steingrímur Gauti Ingólfsson þegar hann fór yfir sína sögu í þætti Íslands í dag í gær.

Þar ræddi hann myndlistina og einnig áttina að bata en hann missti tökin á drykkju á árunum 2015 til 2016 þegar hann stundaði nám í Berlín.

Á sínum yngri árum stundaði Steingrímur íþróttir og gekk vel á því sviði en kveðst samt alltaf hafa liðið eins og eitthvað vantaði. Eftir að hann hætti að stunda íþróttir af kappi tók drykkja við. „Ég byrjaði fljótlega að drekka mjög mikið og ekki til þess að hafa gaman,“ útskýrði Steingrímur.

Í viðtalinu lýsti hann því að hann hafi stundað dagdrykkju og hafi verið nálægt því að verða „alvöru róni“. Í apríl 2016 fór Steingrímur í áfengismeðferð á Vog og segir Vog vera stórkostlegan stað þar sem fólk úr öllum áttum og stéttum komi til að leita sér hjálpar. „Þetta er líklega eini staðurinn á Íslandi þar sem allir eru jafnir,“ sagði hann um Vog.

„Ég sé ekki eftir neinu. Þetta er það besta sem hefur komið fyrir mig sko. Bæði að vera eins og ég var, vera í fullkominni óstjórn og svo eftir það,“ sagði Steingrímur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -