Laugardagur 27. apríl, 2024
6.8 C
Reykjavik

Sigríði ekki boðin aðstoð eftir fósturlát: Send heim með barnið dáið í maganum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson, fengu þær hræðilegu fregnir föstudaginn 23. apríl síðastliðinn að engan hjartslátt væri að finna hjá dóttur þeirra, sem Sigríður gekk með. Stúlkan væri látin.
Sigríður segir frá þessu í færslu á Facebook síðu sinni nú í dag.

Tveim dögum áður voru foreldrarnir í sónar og lítil spræk og heilbrigð stelpa sýndi allar sínar bestu hliðar, skrifar Sigríður. „Hún blés sápukúlur og minnti okkar á hvað væri framundan, jók á tilhlökkun, eftirvæntingu og gleði yfir því sem við áttum framundan.“

Sigríður ók á föstudeginum frá Selfossi, þar sem fjölskyldan býr, og á Landspítalann við Hringbraut, þar sem hún átti tíma í mæðraskoðun.

,,Já ég get staðfest það, það er engin hjartsláttur

Sigríður lýsir ferlinu sem fór af stað eftir að ljósmóðir hennar kallar eftir fæðingarlækni til að skoða barnið í móðurkviði betur, þar sem ljósmóðurinni hafi reynst erfitt að finna hjartslátt barnsins.

„Hún reynir að hughreysta mig og segir að það sé bara betra að vera viss og skoða allt betur.“

Sigríður lagðist á bekk, læknirinn kynnti sig og sagðist ætla skoða þetta betur. Skjánum var snúið frá henni, ljósin slökkt og segir hún tilfinninguna í herberginu hafa verið slæma.

- Auglýsing -

Eftir að læknirinn skoðaði hana, sagðist hann ætla kalla eftir öðrum fæðingarlækni, tvo þurfi til að skoða svona og staðfesta.

Staðfesta hvað? Sigríði hafði ekkert verið sagt.

Skömmu síðar kom annar fæðingarlæknir, sem kynnti sig og sagði hálf kuldalega að sögn Sigríðar, að honum hafi verið gert kunnugt um að erfiðlega gengi að finna hjartslátt, þau skuli kíkja á þetta.

- Auglýsing -

Eftir innan við mínútu segir Sigríður lækninn hafa sagt: ,,Já ég get staðfest það, það er engin hjartsláttur, mér þykir það leiðinlegt.”

Sigríður lýsir því hvernig allt hafi stoppað í kringum sig, tárin hafi byrjað að leka og hún hafi rétt geta stunið upp „ertu viss?“

Fæðingarlæknirinn hafi þá snúið skjánum, stækkað upp sónarmyndina af barninu og sýnt henni líflaust hjarta þess og sagt: „Já ég er viss“.
Hún hafi því næst litið á samstarfsmenn sína og sagt: ,,Þetta er nýskeð, hefur gerst í nótt eða morgun,” síðan hafi hún farið jafn hratt og hún hafi komið.

„HÚN ER DÁIN“

Eftir sat Sigríður ein með ljósmóður og fæðingarlækni og henni tilkynnt að það þurfi að taka blóðprufu, þvagsýni og veirupróf og best sé að gera það sem fyrst. Hún er spurð hvort hún þurfi ekki að hringja í einhvern, sem hún jánkar, en segist ekki hafa verið í neinu ástandi til að eiga það símtal.
Sigríður hafði samband við Magnús, manninn sinn og segist að lokum hafa geta öskrað upp í símann „HÚN ER DÁIN.“
Magnús sem var á Selfossi dreif sig af stað til Reykjavíkur.

Á meðan sýnin eru tekin og um fimm mínútum eftir að Sigríði hefur verið tilkynnt að dóttir hennar sé dáin, spyr fæðingarlæknirinn hvort hún hafi hugsað út í krufningu.
Sigríður var vitaskuld ekki búin að hugsa um það, enda var hún að skipuleggja skírn dóttur sinnar, ekki krufningu hennar.
Því næst var Sigríði afhentur bæklingur um missi á meðgöngu og blað sem sýndi ferlið sem framundan var, með væntanlegri gangsetningu.

Útskýrt var fyrir Sigríði hvernig þetta færi fram og henni síðan sagt að mæta klukkan sjö á mánudagsmorgni í gangsetningu.

Farin ein út af sjúkrahúsinu innan við hálftíma eftir að henni var tilkynnt að barnið hennar væri látið

Sigríður átti ekki til orð, það átti að senda hana til Selfoss yfir helgina með barn sitt dáið í maganum.
Í bæklingnum sem Sigríði var afhent, sem gefinn er út af Gleym mér ey styrktarfélagi, í samvinnu við kvennadeild Landspítalans, segir: ,,Við mælum þó með að þið komið aftur innan 24 klst. Þar sem ekki er talið æskilegt að bíða með framköllun fæðingar lengur en þann tíma.”

Sigríður labbar út innan við hálftíma eftir að hún veit að engan hjartslátt sé að finna hjá barni sínu.
Ein er hún send í burtu án þess að vera boðið aðstoð af nokkru tagi; áfallahjálp, boðist til að hringa fyrir hana í manninn hennar, henni boðið að bíða eftir honum inni á sjúkrastofu, boðið að ræða við prest, ekkert.
Hún er send út og úti á plani í bílnum sínum situr hún ein, hágrátandi, niðurbrotin af sorg þegar maðurinn hennar kemur.

Þau Sigríður og Magnús spyrja: Hvernig þetta sé réttlætanlegt? Hvernig hægt sé að réttlæta þá meðferð að senda þau heim til þess eins að bíða eftir því að það komi mánudagur til þess að fæða dóttur þeirra? Hvernig getur heilbrigðiskerfið farið í helgarfrí? Af hverju er þeim ekki veitt nein ráðgjöf, verkfæri né aðstoð af einhverju tagi til þess að takast á við missinn og sorgina?

„Af hverju brást kerfið okkur svona harkalega?“ skrifar Sigríður.

Magnús segir í samtali við Mannlíf að þau vilji þó leggja áherslu á að umræðan snúist ekki um einstakar persónur, heldur heilbrigðiskerfið og verkfarlana þar.

„Persónuárásir eða mannorðsmorð eru ekki að fara laga þá brotalöm sem er í kerfinu,“ segir Magnús.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -