Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri: „Hér eru allir í sjokki og hugur okkar er hjá aðstandendum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hér eru allir í sjokki og hugur okkar er hjá aðstandendum hins látna,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri Fjallabyggðar, aðspurð um líðan bæjarbúa eftir hinn hræðilega atburð er gerðist í nótt, en þá var maður myrtur í Fjallabyggð, Ólafsfirði nánar tiltekið.

Sigríður var ráðin bæjarstjóri Fjallabyggðar í júlí síðastliðnum, og segir hún að sorgin sé mikil í svona litlu samfélagi þar sem nánast allir Þekkja alla:

„Þetta er auðvitað hræðilegt í alla staði, og mikið áfall fyrir lítið bæjarfélag – hér eru einfaldlega allir harmi slegnir.“

Sigríður segir að fólk í samfélaginu litla á Ólafsfirði – og Fjallabyggð almennt – sé mjög brugðið, enda sé slíkur atburður ávallt hræðilegur og snerti marga, ekki bara Fjallabyggð, heldur einfaldlega íslenskt samfélag allt:

„Við búum í litlu bæjarfélagi og á litlu og fámennu landi og því snertir slíkur voðaatburður mjög marga, en eins og ég sagði, þá er hugur okkar allra fyrst og fremst hjá aðstandendum hins látna.“

Sigríður vill koma því á framfæri að kirkjan í Ólafsvík er opin og allir velkomnir þangað vilji fólk leita sér stuðnings og hjálpar:

- Auglýsing -

„Í kvöld klukkan átta verður svo samverustund í kirkjunni, og við erum nú á þessari stundu að koma upp áfallateymi fyrir fólk, það er núna í vinnslu, og við hvetjum alla til að koma í kirkjuna, í dag eða í kvöld á samverustundinni – en það er einmitt á svona stundum sem lítið samfélag þarfnast stuðnings, hjálpar og síst kærleiks,“ sagði Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri Fjallabyggðar í samtali við Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -