Sindri vekur heimsfrægð fyrir nekt sína: „Finnst Íslendingum þægilegt að vera nakið?“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fjöllistamaðurinn Sindri Freyr Bjarkason er að hljóta heimsfrægð fyrir nekt sína en hann er einn þeirra sem kemur fram í auglýsingu símafyrirtækisins Nova, þar sem fólk sprangar um nakið. Miklar umræður sköpuðust víðs vegar í kjölfar birtingar auglýsingarinnar og þar á meðal á einu stærsta vefsvæði veraldar Reddit.

Fjöldi heimsþekktra einstaklinga notar vefsvæði Reddit. Dæmi um fræga sem hafa notast mikið við vefinn er Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Á Reddit skapast iðulega umræður um hin ýmsu málefni og það er ekki ýkja algengt að Íslendingar séu þar til umfjöllunar. Svo er hins vegar nú og að þessu sinni er það nekt Íslendinga sem er umtalsefnið. Sindri stofnar til umræðunnar:

„Hæ öllsömul. Ég heiti Sindri. Ég er einn af leikurunum í þessari auglýsingu (ég er hávaxinn með gleraugu). Öll þessi viðbrögð sem auglýsingin hefur fengið er ögn yfirþyrmandi og hef ég eytt öllum morgninum í að fletta í gegnum athugasemdir. Svo margar spurningar, hví ekki að svara þeim?“

Sjá einnig: Lítið mál að koma fram nakinn: „Nauðsynlegt að alls konar fólk sjáist“

Sindri Freyr. Skjáskot / Úr NOVA auglýsingu sem Brandenburg gerði

Ekki stendur á viðbrögðum Reddit-meðlima sem í hundruðum talið hafa líkað við færslu Sindra og yfir hann rignir spurningum. Spurningarnar og athugasemdirnar eru af ýmsum toga eins og sjá má af þessum dæmum:

„Finnst Íslendingum þægilegt að vera nakið? Ég hef einu sinni komið til Íslands og fór þá í Bláa Lónið, sá engan nakinn í Lóninu.“

„Ég er frá Bandaríkjunum og þetta er í fyrsta sinn sem ég hef séð eldri konu nakta og vá ég er svo glöð að sjá að öldrun húðar minnar er eðlileg.“

„Þú ert með flottan lim, bróðir. Ég myndi gefa honum 7 af 10 í einkunn.“

„Hefur sprottið upp einhver ádeila á landinu vegna auglýsingarinnar?“

„Ég elska hvað allar líkamsgerðir eru samþykktar í þessari auglýsingu. Það var líkt og ferskur andblær að horfa á hana.“

Ef þig langar til að sjá Sindra og félaga í hinni víðfrægu auglýsingu þá getur þú gert það hér.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -