Sjómenn fundu fyrir skjálftanum úti á sjó: „Fundum þennan á 10 mílna ferð“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Öflug skjálftahrina hefur líklega ekki farið fram hjá neinum íbúa suðvesturhornsins í morgun.

Nærri fjörutíu skjálftar hafa mælst síðan um klukkan 10 í morgun sem voru stærri en 3 að stærð. Sá stærsti var um 5.7 að stærð.

Svo stórir voru skjálftarnir að sjómenn út á hafi fundu fyrir þeim stærstu. Heimildarmaður Mannlífs um borð á skipi segir menn hafa verið óttaslegna. „Strákar sem eru öllu vanir,“ segir sá. „Fundum þennan út á sjó á 10 mílna ferð.. Skipið gekk til..“.

Heimildir herma enn fremur að Bláa lónið og Hitaveita Suðurnesja sé búin að senda fólk heim úr vinnu. Þrátt fyrir þetta hefur ekkert tjón verið tilkynnt hingað til.

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -